Óskar Hrafn: „Erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 14. júlí 2023 23:52 Óskar Hrafn á hliðarlínunni í leik hjá Blikum. Vísir/Diego Breiðablik fór með eins marks sigur af hólmi gegn Fram fyrr í kvöld. Blikarnir komust yfir á 2. mínútu, urðu manni fleiri á 48. mínútu og virtust ætla að sigla sigrinum örugglega heim en voru tæpir að missa leikinn í jafntefli á lokamínútum. „Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
„Mér fannst hann nú spilast þannig að við vorum við stjórnina í rúmar 80 mínútur en svo náðu þeir einhverju augnabliki sem þeir hefðu getað nýtt sér. Það hefðu nú sennilega ekki verið sanngjörn úrslit en fyrst við vorum ekki búnir að klára leikinn þá var þessi möguleiki alltaf til staðar fyrir Framarana.“ sagði Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, að leik loknum. Það hefur verið mikið álag á liðinu og lítill tími milli leikja, liðið spilaði síðast á þriðjudaginn gegn Shamrock Rovers á Írlandi. Þjálfarinn gerði sex breytingar á liði sínu milli leikja, ásamt því að nýta sér allar fimm skiptingar í leiknum til að dreifa álaginu á leikmenn. „Við gerðum fimm skiptingar, þá kannski riðlast aðeins takturinn, tekur tíma fyrir menn að komast inn í þetta og svo bara náðu þeir einhverju áhlaupi. Þeir náðu einni góðri pressu og við það fengu þeir trúna aftur, stigu aðeins ofar á völlinn og við vorum aðeins hægir að taka ákvarðanir. Ég ætla ekkert að vera að fetta fingur á mína menn, að stærstum hluta var þetta mjög öflug frammistaða.“ Liðið mætir Shamrock aftur næstkomandi þriðjudag í seinni viðureign einvígisins. Óskar segir mikilvægt að einbeita sér að einum leik í einu og vildi ekkert tala um næsta deildarleik liðsins, sem verður gegn ÍBV. „Við þurfum bara að einbeita okkur að Evrópuleiknum á þriðjudaginn, svo skal ég tala við þig um deildina. Við erum að horfa á kommóðu og í henni eru margar skúffur, þurfum að passa okkur að hafa bara eina skúffu opna í einu. Núna var ég að loka Bestu deildar skúffunni og þurfum að opna Evrópuskúffuna. Pössum okkur að hafa einbeitinguna á einum hlut í einu, annars fer illa.“ sagði Óskar að lokum.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira