Vítaspyrnur áfram þemað í öruggum sigrum Bandaríkjanna og Japans Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 09:31 Sophia Smith fagnar öðru marka sinna. Ulrik Pedersen/Getty Images Tveir leikir fóru fram á HM kvenna i knattspyrnu í nótt. Bandaríkin unnu Víetnam 3-0 og Japan vann Zambíu 5-0. Vítaspyrnur voru dæmdar í báðum leikjum sem þýðir að það hefur verið bent á vítapunktinn í öllum leikjum mótsins til þessa. Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Bandaríkin áttu ekki í teljandi vandræðum með Víetnam í nótt. Sophia Smith – sem átti án efa bestu auglýsinguna í aðdraganda mótsins – braut ísinn eftir aðeins 14. mínútur. Alex Morgan, sem lagði upp fyrsta markið, fékk svo gullið tækifæri til að í raun ganga frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks þegar Bandaríkin fengu vítaspyrnu. Spyrna hennar fór hins vegar forgörðum og það stefndi í að staðan yrði 1-0 í hálfleik. Áðurnefnd Smith var ekki á þeim buxunum en hún tvöfaldaði forystuna þegar sjö mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik. Staðan 2-0 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Lindsey Horan gerði svo endanlega út um leikinn á 77. mínútu þegar hún skoraði eftir sendingu frá Smith. Frábær leikur hjá henni og öruggur 3-0 sigur Bandaríkjanna staðreynd. Næstu tveir leikir liðsins verða án efa erfiðari þar sem Portúgal og Holland eru einnig í E-riðli. Heimsmeistararnir, Bandaríkin, mættu til leiks á HM í nótt. Þær mættu Víetnam, sem er á HM í fyrsta sinn. pic.twitter.com/NWNC65Y1FM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023 Japan á topp C-riðils Það tók Japan smá tíma að ganga frá Zambíu í morgunsárið. Mina Tanaka hélt hún hefði komið Japan yfir um miðbik fyrri hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Hinata Miyazawa kom þeim hins vegar yfir undir lok fyrri hálfleiks og Japan 1-0 yfir í hálfleik. Tanaka skoraði aftur í síðari hálfleik og aftur var það dæmt af. Allt er hins vegar þegar þrennt er en Tanaka kom boltanum í netið í þriðja skiptið á 55. mínútu og loks stóð markið, staðan orðin 2-0. Miyazawa bætti svo við öðru marki sínu og þriðja marki Japans skömmu síðar áður en Jun Endo kom Japan í 4-0. Í uppbótartíma fékk Catherine Musonda, markvörður Zambíu, sitt annað gula spjald og þar með rautt. Vítaspyrna var dæmd og Riko Ueki fór á punktinn. Eunice Sakala kom í markið varði spyrnu Ueki. Sakala fór hins vegar af línunni svo taka þurfti spyrnuna aftur. Þá skoraði Ueki og leiknum lauk með þægilegum 5-0 sigri Japans sem er nú komið á topp C-riðils. Annar leikur næturinnar á HM var viðureign Sambíu og Japan. Sambía kom á óvart með sigri á Þýskalandi skömmu fyrir mót en Japan ætlar sér stóra hluti á mótinu. pic.twitter.com/oDbUWQlvJt— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 22, 2023
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Slavia Prag - Arsenal | Geta tékkað sig inn á toppinn Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Sjá meira
Ásakaður um kynferðisbrot rétt áður en HM fer af stað Bruce Mwape, þjálfari kvennaliðs Sambíu í knattspyrnu, hefur verið ásakaður um kynferðisbrot. Sambía er meðal liða sem keppir á HM kvenna sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi frá 20. júlí til 20. ágúst. 9. júlí 2023 08:01