Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Karl Lúðvíksson skrifar 26. júlí 2023 08:57 Mynd: Hjörleifur Steinarsson Haukadalsvatn er að detta inn í sinn besta tíma þessa dagana og það sem skemmir ekkert fyrir góðri ferð í vatnið er að það kraumar af nýgenginni sjóbleikju. Við erum að fá sífellt fleiri fréttir af góðri sjóbleikjuveiði á vesturlandi og vestfjörðum og virðast flest vötnin og árnar þar núna vera að fá mjög sterkar göngur. Eitt af þeim veiðisvæðum sem er að gera það gott er Haukadalsvatn en Hjörleifur Steinarsson sölustjóri SVFR var einmitt að koma úr vatninu og sendi okkur smá pistil um þetta magnaða vatn. Mynd: Hjörleifur Steinarsson "Ég var við Haukadalsvatn síðastliðna helgi, skemmst er frá því að segja að vatnð kraumaði af nýgenginni sjóbleikju. Byrjaði á laugardagsmorgninum í blankalogni með þurrflugu og fékk strax nokkrar mjög fallegar bleikjur 41-44cm. svo fór að kula og ég skipti yfir í littla kúluhausa no 14-16. Fékk mjög góða veiði á púpurnar líka, endaði á að landa 25 bleikjum þann daginn, hirti nokkrar á grillið en sleppti svo helling. Veiddi svo aðeins á sunnudagsmorgninum og það var sama sagan, mokveiði. Landaði 5 á hálftíma og var orðinn helsáttur, fórum svo glöð inn á Búðardal og fengum okkur ís áður en við renndum heim á leið. Haukadalsvatnið tók vel á móti okkur og svei mér þá ef ég er ekki búinn að eignast nýtt uppáhaldsvatn!" Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði
Við erum að fá sífellt fleiri fréttir af góðri sjóbleikjuveiði á vesturlandi og vestfjörðum og virðast flest vötnin og árnar þar núna vera að fá mjög sterkar göngur. Eitt af þeim veiðisvæðum sem er að gera það gott er Haukadalsvatn en Hjörleifur Steinarsson sölustjóri SVFR var einmitt að koma úr vatninu og sendi okkur smá pistil um þetta magnaða vatn. Mynd: Hjörleifur Steinarsson "Ég var við Haukadalsvatn síðastliðna helgi, skemmst er frá því að segja að vatnð kraumaði af nýgenginni sjóbleikju. Byrjaði á laugardagsmorgninum í blankalogni með þurrflugu og fékk strax nokkrar mjög fallegar bleikjur 41-44cm. svo fór að kula og ég skipti yfir í littla kúluhausa no 14-16. Fékk mjög góða veiði á púpurnar líka, endaði á að landa 25 bleikjum þann daginn, hirti nokkrar á grillið en sleppti svo helling. Veiddi svo aðeins á sunnudagsmorgninum og það var sama sagan, mokveiði. Landaði 5 á hálftíma og var orðinn helsáttur, fórum svo glöð inn á Búðardal og fengum okkur ís áður en við renndum heim á leið. Haukadalsvatnið tók vel á móti okkur og svei mér þá ef ég er ekki búinn að eignast nýtt uppáhaldsvatn!"
Stangveiði Mest lesið Nýtt veiðisvæði hjá Fish Partner Veiði Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Góðar laxagöngur á Vesturlandi Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Velur hýsilinn vandlega Veiði 22 punda lax úr Þverá í Borgarfirði Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði