Ananas varð ofan á pepperóní hjá hluthöfum Íslandsbanka Máni Snær Þorláksson skrifar 28. júlí 2023 15:43 Skinka fékk flest atkvæði í kosningu um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka. Ananas var í öðru sæti en pepperóní í því þriðja. Grafík Þrátt fyrir að það sé umdeilt hvort ananas eigi heima á pizzu þá fékk ávöxturinn næst flest atkvæði þegar kosið var um pizzuálegg á hluthafafundi Íslandsbanka í dag. Skinka fékk flest atkvæði en pepperóní lenti í þriðja sæti. Beikon fékk lang fæst atkvæði. Hluthafafundur Íslandsbanka fór fram í dag og í lok fundarins var kosið í nýja stjórn bankans. Áður en það var gert var þó ákveðið að prófa kosningakerfið með æfingaspurningu: Hvað færðu þér á pizzu? Valmöguleikarnir um álegg voru alls ellefu talsins. Ananas, skinka, auka ostur, ólífur, pepperóní, laukur, rjómaostur, hakk, beikon, sveppir og hvítlaukur. „Þetta höfðar vonandi til flestra. Við höfum þarna nokkuð marga valkosti,“ sagði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem stýrði fundinum í dag. Klippa: Hluthafar hrifnar af ananas en pepperóní Ljóst var að nokkuð léttara var yfir þessari kosningu heldur en þegar kosið var í stjórn bankans, eðlilega. Jóhannes Karl spurði til að mynda einn fundargest hvort hann væri að ráðfæra sig við stjórnarformann áður en hann skilaði inn sínum atkvæðum. Uppskar hann smá fliss úr salnum við það. „Svo kemur auðvitað pizzan á borðið til ykkar á eftir,“ grínaðist hann svo með. „Þetta er mjög spennandi, ég sé hvernig kosningin er að þróast. Þetta verða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir pizzukeðjurnar, hvað þetta þýði, sem er hluthafafundur í íslenskum banka, hvað hann kýs á pizzurnar sínar.“ „Þarna kom stórt atkvæði“ Jóhannes Karl gat fylgst með niðurstöðunum þróast er atkvæðin skiluðu sér. Í eitt skipti vakti hann athygli á því að stórt atkvæði hafi komið en atkvæðavægið var mismunandi eftir eignarhluta, líkt og þegar kosið var í stjórnina. „Þarna kom stórt atkvæði, það þarf eitthvað að hjálpa beikoninu sýnist mér,“ sagði Jóhannes. Það virðist þó engin hafa rétt beikoninu hjálparhönd því þegar niðurstöðurnar voru birtar mátti sjá að beikonið var í síðasta sæti. Skinka var í fyrsta sæti með 2,64 milljónir atkvæða en ananas var í öðru með 2,55 milljónir atkvæða. Pepperóní fylgdi fast á eftir með 2,45 milljónir atkvæða. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar.Skjáskot Það er spurning hvort hluthafar Íslandsbanka endurspegli það sem landsmenn vilja fá á pizzurnar sínar. Vísir ákvað að efna til könnunar með sömu valmöguleikum og hluthafar Íslandsbanka fengu á fundinum í dag. Hægt er að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan. Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Matur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Hluthafafundur Íslandsbanka fór fram í dag og í lok fundarins var kosið í nýja stjórn bankans. Áður en það var gert var þó ákveðið að prófa kosningakerfið með æfingaspurningu: Hvað færðu þér á pizzu? Valmöguleikarnir um álegg voru alls ellefu talsins. Ananas, skinka, auka ostur, ólífur, pepperóní, laukur, rjómaostur, hakk, beikon, sveppir og hvítlaukur. „Þetta höfðar vonandi til flestra. Við höfum þarna nokkuð marga valkosti,“ sagði Jóhannes Karl Sveinsson hæstaréttarlögmaður sem stýrði fundinum í dag. Klippa: Hluthafar hrifnar af ananas en pepperóní Ljóst var að nokkuð léttara var yfir þessari kosningu heldur en þegar kosið var í stjórn bankans, eðlilega. Jóhannes Karl spurði til að mynda einn fundargest hvort hann væri að ráðfæra sig við stjórnarformann áður en hann skilaði inn sínum atkvæðum. Uppskar hann smá fliss úr salnum við það. „Svo kemur auðvitað pizzan á borðið til ykkar á eftir,“ grínaðist hann svo með. „Þetta er mjög spennandi, ég sé hvernig kosningin er að þróast. Þetta verða mjög mikilvægar upplýsingar fyrir pizzukeðjurnar, hvað þetta þýði, sem er hluthafafundur í íslenskum banka, hvað hann kýs á pizzurnar sínar.“ „Þarna kom stórt atkvæði“ Jóhannes Karl gat fylgst með niðurstöðunum þróast er atkvæðin skiluðu sér. Í eitt skipti vakti hann athygli á því að stórt atkvæði hafi komið en atkvæðavægið var mismunandi eftir eignarhluta, líkt og þegar kosið var í stjórnina. „Þarna kom stórt atkvæði, það þarf eitthvað að hjálpa beikoninu sýnist mér,“ sagði Jóhannes. Það virðist þó engin hafa rétt beikoninu hjálparhönd því þegar niðurstöðurnar voru birtar mátti sjá að beikonið var í síðasta sæti. Skinka var í fyrsta sæti með 2,64 milljónir atkvæða en ananas var í öðru með 2,55 milljónir atkvæða. Pepperóní fylgdi fast á eftir með 2,45 milljónir atkvæða. Hér má sjá niðurstöður kosningarinnar.Skjáskot Það er spurning hvort hluthafar Íslandsbanka endurspegli það sem landsmenn vilja fá á pizzurnar sínar. Vísir ákvað að efna til könnunar með sömu valmöguleikum og hluthafar Íslandsbanka fengu á fundinum í dag. Hægt er að taka þátt í könnuninni hér fyrir neðan.
Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Matur Ananas á pítsu Grín og gaman Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning