David Beckham tilbúinn að taka til hendinni hjá Manchester United Jón Már Ferro skrifar 29. júlí 2023 11:00 David Beckham hefur gert frábæra hluti sem eigandi Inter Miami. Meðal annars hefur hann fengið Lionel Messi til félagsins. vísir/Getty Images Ein allra mesta goðsögnin í sögu Manchester United og meðeigandi í Inter Miami segist tilbúin til að koma að rekstri United en telur að Glazier fjölskyldan þurfi að fara. Þetta kemur fram í viðtali á The Athletic. „Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
„Um leið og þú ert ekki lengur með stuðningsmennina á bak við þig, sérstaklega hjá félagi eins og Manchester United, er erfitt að vinna þá aftur á þitt band,“ segir David Beckham. „Augljóslega hefur Glazier fjölskyldan gert margt, sérstaklega ef horft er til hve mikið félagið yrði selt á í dag. Þrátt fyrir það er þörf á breytingum. Það sjá það allir og það vita það allir,“ segir Beckham. Frá því að Sir Alex Ferguson yfirgaf félagið árið 2013 hefur félagið ekki riðið feitum hesti í ensku úrvalsdeildinni. Stuðningsmenn félagsins sætta sig ekki við neitt annað en það allra besta. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) „Þetta hafa ekki verið frábærir tímar fyrir Manchester United, innan sem utan vallar. En Erik ten Hag hefur hresst upp á hlutina. Hann hefur tekið erfiðar ákvarðarnir en gert það á eins góðan hátt og mögulegt er. Á þann hátt að stuðningsmennirnir hafa bakkað hann upp,“ segir Beckaham. Erik ten Hag var ráðinn stjóri United á síðasta ári og hefur meðal annars látið Cristiano Ronaldo fara frá félaginu á eftirminnilegan hátt. „Sem fyrrum leikmaður þá vil ég að eigendaskiptin verði gerð sem allra fyrst. Þú vilt að sá sem stjórnar félaginu sé ástríðufullur, taki réttar ákvarðanir, komi inn með réttu leikmennina og fjárfesti í félaginu,“ segir Beckham. „Félagið þarfnast endurbætur, hvort sem það er á æfingarsvæðinu eða leikvanginum. Það er nauðsynlegt að taka stórar ákvarðanir. Sérstaklega þegar þú sérð hvað Manchester City hefur verið að gera. Þetta snýst ekki bara um að vinna. Þú getur séð að City er að byggja til framtíðar, ekki bara frá tímabili til tímabils,“ segir Beckham.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn