Hetja á HM nokkrum árum eftir að hún vissi ekki hvort hún gæti gengið aftur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2023 16:00 Hayley Raso fagnar hér marki í stórsigrinum á Kanada á HM í dag. Getty/Alex Grimm Ástralar þurftu á hjálp að halda til að koma liði sínu áfram í sextán liða úrslitin á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta sem fram fer á þeirra heimavelli. Pressan hefur verið mikil á liðinu en líklega aldrei meira en fyrir leikinn í morgun. Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers) HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Stórstjarnan Sam Kerr glímir við meiðsli sem hafa haldið henni frá öllum þremur leikjunum og eftir tap á móti Nígeríu þurfti ástralska liðið að vinna lokaleik sinn í riðlakeppninni. Þá steig fram á pallinn hin 28 ára Hayley Raso sem var að skipta úr Manchester City yfir í Real Madrid á dögunum. Raso skoraði tvö mörk í þessum flotta 4-0 sigri á Kanada í dag og sá öðrum fremur til þess að stressið fór úr liðinu þegar hún kom ástralska liðiu yfir í 1-0 snemma leiks. Raso sjálf á sér magnaða endurkomusögu. Hún meiddist mjög illa á baki í leik með bandaríska félaginu Portland Thorns í ágúst fyrir fimm árum síðan. Raso fékk þá hné mótherja í bakið og þrír hryggjarliðir brotnuðu hjá henni. Hún vissi ekki hvort hún gæti hreinlega gengið á ný hvað þá spilað fótbolta. Hayley fór í gegnum mjög erfiða endurhæfingu staðráðin að komast aftur inn á fótboltavöllinn sem tókst hjá henni. Raso spilaði fyrst aftur fótbolta í heimlandi sínu en gekk svo til liðs við Everton. Þar spilaði hún í eitt ár en hefur undanfarin tvö ár leikið með Manchester City. Real Madrid samdi við hana í byrjun júlí og hún verður fyrsta ástralski leikmaður spænska stórliðsins. Mörkin sem hún skoraði á móti Kanada voru hennar þrettánda og fjórtánda fyrir landsliðið en tíu af þeim hafa komið á síðustu tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Men in Blazers (@meninblazers)
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira