Æfir yfir Önnu Frank-hamborgara og Adolfs-frönskum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 2. ágúst 2023 15:00 Veitingastaðurinn hefur nú fjarlægt réttina af metseðlinum. Getty Skyndibitastaðurinn Honky Donky Diner í Rafaela-borg Argentínu sætir nú mikillar reiði vegna rétta sem finna mátti á matseðli staðarins. Um er að ræða hamborgara sem kenndur er við Önnu Frank, stúlku sem fórst í helförinni, og franskar kartöflur nefndar Adolf og vísa til nasistaleiðtogans Adolfs Hitler. Gyðingasöfnuðir í Argentínu segja nýlegu viðbótina á matseðilinn móðgandi og viðbjóðslega. Rétturinn Adolf Fries, eða Adolfs-franskar , fól í sér franskar kartöflur með beikoni og cheddarosti. Önnu Frank-borgarinn samanstóð af hundrað grömmum af nautakjöti, káli, tómötum, súrum gúrkum og mæjónesi. Borgarinn kostaði ellefu dollara, eða í kringum fimmtán hundruð krónur. Þá seldi staðurinn að auki franskar kartöflur að nafni Benito, kenndar við fasistaleiðtogann Benito Mussolini og Gengis, kenndir við Gengis Khan, leiðtoga Mongólaveldisins. Skjáskot af matseðlinum má sjá hér að neðan. Restaurant sparks outrage over Anne Frank burger and Adolf fries https://t.co/1rHALFxEuu pic.twitter.com/c6B3gTq7cF— New York Post (@nypost) August 2, 2023 Réttirnir hafa nú verið fjarlægðir af matseðlinum og vetingarstaðurinn sent frá sér afsökunarbeiðni. Argentína Veitingastaðir Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið
Gyðingasöfnuðir í Argentínu segja nýlegu viðbótina á matseðilinn móðgandi og viðbjóðslega. Rétturinn Adolf Fries, eða Adolfs-franskar , fól í sér franskar kartöflur með beikoni og cheddarosti. Önnu Frank-borgarinn samanstóð af hundrað grömmum af nautakjöti, káli, tómötum, súrum gúrkum og mæjónesi. Borgarinn kostaði ellefu dollara, eða í kringum fimmtán hundruð krónur. Þá seldi staðurinn að auki franskar kartöflur að nafni Benito, kenndar við fasistaleiðtogann Benito Mussolini og Gengis, kenndir við Gengis Khan, leiðtoga Mongólaveldisins. Skjáskot af matseðlinum má sjá hér að neðan. Restaurant sparks outrage over Anne Frank burger and Adolf fries https://t.co/1rHALFxEuu pic.twitter.com/c6B3gTq7cF— New York Post (@nypost) August 2, 2023 Réttirnir hafa nú verið fjarlægðir af matseðlinum og vetingarstaðurinn sent frá sér afsökunarbeiðni.
Argentína Veitingastaðir Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið