Flott veiði á Arnarvatnsheiði Karl Lúðvíksson skrifar 3. ágúst 2023 09:02 Ingólfur Kolbeinsson með flotta veiði á Arnarvatnsheiði Hálendisveiðin hefur verið afar góð þetta sumarið og veiðimenn sækja sífellt fleiri inná heiðarvötnin oftar en ekki í ljósi mikilla hækkana á laxveiðileyfum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Veiðivötn eru vinsælustu vatnasvæðin hjá þeim stóra hóp veiðimanna sem sækir í að komast í góðan silung og þessi vötn virðast hafa komið einstaklega vel undan vetri. Við höfum greint frá frábærri veiði í veiðivötnum í sumar alveg frá opnun en opnunin var ein sú allra besta í tuttugu ár. Skagaheiðin hefur að sama skapi verið góð og þeir sem stunda hana mikið segja að fiskurinn sé yfirleitt um pundinu stærri en í fyrra. Arnarvatnsheiðin hefur verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og þurrkur og úrkomuleysi hefur engin áhrif þar uppfrá nema til hins betra. Þegar vötnin hlýna safnast bleikjan og urriðinn í litlar torfur sem sækir í ósa lækja sem renna í mörg vötnin. Lækjarvatnið er kaldara og það er nákvæmlega það sem fiskurinn er að leita eftir. Kaldara vatn. Bleikjan og urriðinn á heiðinni er yfirleitt um tvo til þrjú pund en inná milli veiðast alltaf stærri fiskar. Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði
Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Veiðivötn eru vinsælustu vatnasvæðin hjá þeim stóra hóp veiðimanna sem sækir í að komast í góðan silung og þessi vötn virðast hafa komið einstaklega vel undan vetri. Við höfum greint frá frábærri veiði í veiðivötnum í sumar alveg frá opnun en opnunin var ein sú allra besta í tuttugu ár. Skagaheiðin hefur að sama skapi verið góð og þeir sem stunda hana mikið segja að fiskurinn sé yfirleitt um pundinu stærri en í fyrra. Arnarvatnsheiðin hefur verið að gefa mjög fína veiði síðustu daga og þurrkur og úrkomuleysi hefur engin áhrif þar uppfrá nema til hins betra. Þegar vötnin hlýna safnast bleikjan og urriðinn í litlar torfur sem sækir í ósa lækja sem renna í mörg vötnin. Lækjarvatnið er kaldara og það er nákvæmlega það sem fiskurinn er að leita eftir. Kaldara vatn. Bleikjan og urriðinn á heiðinni er yfirleitt um tvo til þrjú pund en inná milli veiðast alltaf stærri fiskar.
Stangveiði Mest lesið Haustveiðin brást í Tungufljóti Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði Opið fyrir umsóknir hjá SVFR Veiði Hlaupvídd 20 líka hentug á rjúpu Veiði Breytt viðhorf til Veitt og Sleppt Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði 90 laxa holl í Laxá í Dölum Veiði