Ráðstefna um húsnæðismál - Opið bréf til Alþingis og sveitarstjórna Ámundi Loftsson skrifar 11. ágúst 2023 07:31 Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Bréf þetta er til kjörinna fulltrúa á Alþingi, sveitarstjórna, verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og þeirra sem láta sig húsnæðismál varða. Húsnæðismál á Íslandi hafa lengi verið í ólestri. Fyrir því eru margar ástæður og eru ólíkar skoðanir uppi um hvernig tryggja má öllum öruggt húsnæði í samræmi við nútímakröfur. Þrátt fyrir endurtekin loforð stjórnmálamanna um úrbætur hefur ástandið ekki batnað. Þau hafa ekki orðið að veruleika og fátt bendir til breytinga þar á. Að óbreyttu munu því margir búa áfram við óviðunandi aðstæður. Þeir sem taka lán til húsakaupa leggja með því í fjárhagslega óvissuferð, þar sem lánakjör geta tekið fyrirvaralausum stökkbreytingum sem gera út af við upphaflega lánasamninga. Húsaleiga er í himinhæðum og ekki frekar en lánakjör í neinu samræmi við umsamin almenn launakjör í landinu. Atvinnuhúsnæði sem engar kröfur stenst um búsetu er nýtt undir íbúðir. Kaffistofur vinnustaða eru nýttar til búsetu, fólk býr húsbílum, gámum, jafnvel tjöldum og fjöldi ungs fólks á að óbreyttu enga von um að geta nokkurn tíma eignast eigið húsaskjól. Þá er fjöldi fólks húsnæðislaus og eygir enga möguleika á að komast úr þeirri stöðu. Í raun er óþarfi að draga upp mynd af stöðu húsnæðismála á Íslandi. Við vitum öll að ástand þeirra er óforsvaranlegt. Það vantar heildarstefnu í húsnæðismálum á Íslandi og reynslan hefur kennt okkur að loforð stjórnmálamanna um úrbætur hafa þar litlu breytt. Þess vegna er hér lögð fram tillaga og henni beint til allra kjörinna fulltrúa á Alþingi, í sveitarstjórnum, stjórnum verkalýðsfélaga, lífeyrissjóða og allra sem ábyrgð á þessum málum bera, eða láta sig húsnæðismál varða. Tillagan er eftirfarandi: Hafinn verði undirbúningur að ráðstefnu um húsnæðismál. Þar verði húsnæðisvandinn greindur og ræddur í þaula og unnar tillögur um framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Ráðstefnu þessari verði ekki skammtaður tími, heldur fái greining og umræða um þessi mál allan þann tíma sem hún þarfnast. Boðað verði til fundar og tryggt að allir sem eitthvað telja sig hafa til málanna að leggja komist þar að með skoðanir sínar og tillögur. Leita skal til annarra þjóða sem taldar eru til fyrirmyndar á þessu sviði og fá fulltrúa þeirra til að koma og upplýsa hvernig staðið er að þessum málum í þeirra heimalöndum. Fundurinn kjósi í vinnuhópa og hlé verði síðan gert á honum í einhverja daga, jafnvel vikur, meðan þeir ráða ráðum sínum. Þá yrði fundinum fram haldið og unnið úr tillögum hópanna með það að markmiði að hrinda þeim í framkvæmd. Ef nauðsynlegar breytingar eiga að verða á þessum málum verður almenningur að taka þau í sínar hendur eins og hér er lagt til að verði gert. Aðild Alþingis og sveitarstjórnanna að þessari raðstefnu verður að tryggja að þær tillögur sem á henni verða samþykktar verði að veruleika. Orð verði að verkum. Allt mælir með því að kjörnir fulltrúar og fólkið í landinu eigi þetta samtal og komist að niðurstöðu sem víðtæk sátt verður um og hrindi henni í framkvæmd. Vilji er allt sem þarf. Höfundur er fyrrum sjómaður og bóndi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun