Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Aron Guðmundsson skrifar 25. ágúst 2023 14:52 Karabatic í baráttunni við íslenska landsliðið á EM 2022 Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“ Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Hinn 40 ára gamli Karabatic er einn sá besti, ef ekki besti handboltamaður sem hefur nokkru sinni stigið fæti inn á handboltavöllinn og hefur hann á sínum ferli reynst afar sigursæll. Með franska landsliðinu hefur hann þrisvar sinnum unnið til gullverðlauna á Ólympíuleikunum, fjórum sinnum orðið heimsmeistari og þrisvar sinnum Evrópumeistari. Karabatic hefur átt ótrúlegan feril með franska landsliðinu.vísir/getty Í félagsliða boltanum hefur hann þrisvar sinnum verið í sigurliði í Meistaradeild Evrópu og getur á þessu tímabili bætt við sínum sextánda Frakklandsmeistaratitli. Þá hefur hann einnig unnið alla helstu titla í Þýskalandi og á Spáni og mun nú enda feril sinn þar sem að hann hófst, í heimalandi sínu Frakklandi. „Lífið gefur okkur stundum fallegar gjafir, eins og að geta klárað ákveðna vegferð þar sem að hún byrjaði,“ skrifar Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna PSG. „Í dag held ég inn í 22. og síðasta tímabil mitt sem atvinnumaður, í treyju Paris Saint-Germain. Félags sem á sérstakan stað í hjarta mínu.“ Hann segir að í gegnum sinn feril í atvinnumennsku hafi hann lagt allt sitt í vegferðina. „Hjarta og sál í þessa íþrótt sem ég ann svo mikið og meiri virðingu fyrir en allt annað.“ Karabatic hefur háð nokkrar rimmurnar við íslenska landsliðið. Meðal annars í úrslitaleik Ólympíuleikanna 2008 í Peking. Þá hafi hann á þessum árum kynnst yndislegu fólki sem hefur haft mikil áhrif á hans líf. „Og sú sem stendur þar fremri öðrum er er Géraldine, maki minn, og þökk sé henni hef ég notið þess að geta spilað fyrir framan börnin okkar undanfarin ár. Þau eru mitt stærsta afrek.“ Fólk geti treyst á að það sem eftir lifi af hans atvinnumannaferli mun Karabatic leggja sig 200% fram. Það geri hann í þakklætisskyni fyrir stuðninginn. „Nostalgían kemur seinna.“
Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira