Ungmenni fari ennþá í andaglas en á ólíkan hátt Jón Þór Stefánsson skrifar 27. ágúst 2023 09:00 Þjóðfræðingurinn Dagrún Ósk Jónsdóttir er einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum. Frá örófi alda hefur fólk gert tilraunir til að ná sambandi við handanheima og við það hafa margar aðferðir verið reyndar og þeirra á meðal er Andaglas. Fyrirbærið hefur verið áberandi í poppmenningu síðustu áratuga, líkt og bíómyndum og bókmenntum. Nú síðast í hryllingsmyndinni Talk to Me þar sem ungmenni fara í leik sem minnir að mörgu leiti á andaglas. En hver er staða andaglass í nútímasamfélagi? „Þetta er mjög góð spurning,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum, en hún skrifaði Meistararitgerð sína í þjóðfræði um þennan dularfulla leik árið 2018. „Ég hélt líka að þetta tilheyrði bara fortíðinni, að fólk væri ekkert lengur að fara í andaglas. Það hefði bara verið í heimavistarskólunum hérna áður fyrr. Ég fer síðan að skoða málið og finn ógrynni af andaglas-sögum ungs fólks í dag,“ útskýrir hún. Andaglas í appi „Mín tilfinning er sú að þetta hafi hugsanlega verið meira áður fyrr, en að þetta sé langt því frá búið. Unglingar virðast enn þá vera að gera þetta. Núna er meira að segja hægt að fara í andaglas í appi,“ segir Dagrún. Hún viðurkennir að með slíku sé dulúðin sem felist í leiknum að mörgu leiti horfin. Jafnvel ætti það ekki að koma manni á óvart að stafrænt andaglas vissi hluti sem það ætti ekki að vita í ljósi þess hve mikið snjalltækin viti um notanda sinn. Fyrirspurnirnar enn til staðar Sé orðið „andaglas“ stimplað inn á Tímarit.is koma upp ófáar niðurstöður. Svo virðist sem hugtakið hafi verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla frá níunda áratug síðustu aldar þangað til á fyrsta áratug þessarar aldar. Orðið kemur gjarnan fram í lesandabréfum til blaðanna, og þar er mikið spurt hvort sniðugt sé að fara í andaglas og hvort eitthvað sé að marka það. „Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar að vita hvort eitthvað sé að maka andaglas. Við höfum farið nokkrum sinnum og alltaf náð sambandi við sama manninn. Sumt sem hann hefur sagt er rétt, sem við höfum ekkert vitað um, og margt ræzt. Okkur finnst þetta mjög undarlegt, því við rétt styðjum á glasið. Hvað heldur þú, að það geti verið?“ segir til að mynda í Vikunni í ágúst 1973. Þó að fyrirspurnir sem þessar hafi orðið talsvert minna áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum, en Dagrún bendir á að innblásturinn að rannsóknum hennar á andaglasi hafi komið frá álíka fyrirspurnum. „Þegar ég byrja að rannsaka andaglas þá er það vegna þess að ég sá í Facebook-hópum, svona stórum kvennahópum, að ungar stúlkur voru svolítið að spyrja um andaglas. Þær eru þá að velta fyrir sér hvort þær ættu að fara í andaglas eða ekki,“ segir hún. Dagrún telur að umræðan sé því búin að færast yfir á samfélagsmiðla. Þar deili fólk sögum og leiti sér ráða. Jafnframt séu myndbönd á YouTube-notuð og álíka efni notað til að kenna fólki leikinn. Fólk hugsi ekki um guð á meðan Þrátt fyrir minnkandi ítök kristindóms í samfélaginu segir Dagrún að hefðir og siðir tengdir kristni séu enn til staðar í andaglasinu. „Ég held að þetta sé enn þá til staðar, þessi minni um að blása í kross og þannig álíka. En kannski ekki jafn mikið. En þar sem við sjáum þetta, líkt og bíómyndum, þar eimir enn af þessari tengingu: því góða og illa, djöflinum, og spurningunni um hvað sé í glasinu,“ Þó er Dagrún ekki viss um að þátttakendur átti sig á kristnum vísunum, eða pæli lítið í þeim. „Þetta er kannski enn gert, en án þess að hugsunin sé endilega: „Þetta er kristið og þetta er gert til að guð verndi mig,“ heldur lifi minnin um krossana án þess að fólk geri þessa beinu tengingu á milli,“ Vöruðu fólk við þátttöku Viðhorf fólks til andaglass kom gjarnan skýrt fram í umfjöllun fjölmiðla í gamla daga. Árið 1975 spurði lesandi Vikunnar hvort sér væri óhætt að trúa andaglasi. Hann fékk þau skilaboð að sennilega væri andaglas „tómt fals“, en þrátt fyrir því væri best að vera ekkert að grufla á því. Ólíkt viðhorf birtist í grein eftir Snorra Óskarsson, oft kenndan við hvítasunnusöfnuðinn Betel , sem birtist í Eyjafréttum 1989. Þar sagði hann sögur af andaglösum of margar til þess að hægt væri að leyfa sér að sniðganga sannleiksgildi þeirra. Ljóst væri að illir andar væru til og því væri fólki ekki ráðlagt að fara í andaglas. „Menn vilja kannski ekki viðurkenna að andar eru til og að þeir koma fram í andaglösum. Þessir andar eru illir og óhreinir og það er ástæðan fyrir því að með fólkinu kviknar þessi óttatilfinning eða skelfing sem margir þekkja,“ skrifaði Snorri. Segja foreldrum ekki frá Dagrún segir erfitt að segja til um hvert viðhorf almennings sé til andaglass nú til dags. Spurð um hver viðbrögð foreldra nútímans yrðu skildu þau komast að því að börnin þeirra færu í andaglas segir hún að eflaust yrðu þau mismunandi. „Þegar ég var krakki þá bannaði mamma mér að fara í andaglas. Hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur af því. Og af því að þetta er svo mikill unglingaleikur, þá er hluti af spennunni að þetta sé jafnvel smá bannað. Þannig þú ert ekkert endilega að segja foreldrum þínum frá þessu. Það tekur af stemmaranum,“ Einu sinni var... Trúmál Börn og uppeldi Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira
„Þetta er mjög góð spurning,“ segir Dagrún Ósk Jónsdóttir, einn helsti sérfræðingur Íslendinga í andaglösum, en hún skrifaði Meistararitgerð sína í þjóðfræði um þennan dularfulla leik árið 2018. „Ég hélt líka að þetta tilheyrði bara fortíðinni, að fólk væri ekkert lengur að fara í andaglas. Það hefði bara verið í heimavistarskólunum hérna áður fyrr. Ég fer síðan að skoða málið og finn ógrynni af andaglas-sögum ungs fólks í dag,“ útskýrir hún. Andaglas í appi „Mín tilfinning er sú að þetta hafi hugsanlega verið meira áður fyrr, en að þetta sé langt því frá búið. Unglingar virðast enn þá vera að gera þetta. Núna er meira að segja hægt að fara í andaglas í appi,“ segir Dagrún. Hún viðurkennir að með slíku sé dulúðin sem felist í leiknum að mörgu leiti horfin. Jafnvel ætti það ekki að koma manni á óvart að stafrænt andaglas vissi hluti sem það ætti ekki að vita í ljósi þess hve mikið snjalltækin viti um notanda sinn. Fyrirspurnirnar enn til staðar Sé orðið „andaglas“ stimplað inn á Tímarit.is koma upp ófáar niðurstöður. Svo virðist sem hugtakið hafi verið áberandi í umfjöllun fjölmiðla frá níunda áratug síðustu aldar þangað til á fyrsta áratug þessarar aldar. Orðið kemur gjarnan fram í lesandabréfum til blaðanna, og þar er mikið spurt hvort sniðugt sé að fara í andaglas og hvort eitthvað sé að marka það. „Við erum hér tvær vinkonur, og okkur langar að vita hvort eitthvað sé að maka andaglas. Við höfum farið nokkrum sinnum og alltaf náð sambandi við sama manninn. Sumt sem hann hefur sagt er rétt, sem við höfum ekkert vitað um, og margt ræzt. Okkur finnst þetta mjög undarlegt, því við rétt styðjum á glasið. Hvað heldur þú, að það geti verið?“ segir til að mynda í Vikunni í ágúst 1973. Þó að fyrirspurnir sem þessar hafi orðið talsvert minna áberandi í fjölmiðlum á síðustu árum, en Dagrún bendir á að innblásturinn að rannsóknum hennar á andaglasi hafi komið frá álíka fyrirspurnum. „Þegar ég byrja að rannsaka andaglas þá er það vegna þess að ég sá í Facebook-hópum, svona stórum kvennahópum, að ungar stúlkur voru svolítið að spyrja um andaglas. Þær eru þá að velta fyrir sér hvort þær ættu að fara í andaglas eða ekki,“ segir hún. Dagrún telur að umræðan sé því búin að færast yfir á samfélagsmiðla. Þar deili fólk sögum og leiti sér ráða. Jafnframt séu myndbönd á YouTube-notuð og álíka efni notað til að kenna fólki leikinn. Fólk hugsi ekki um guð á meðan Þrátt fyrir minnkandi ítök kristindóms í samfélaginu segir Dagrún að hefðir og siðir tengdir kristni séu enn til staðar í andaglasinu. „Ég held að þetta sé enn þá til staðar, þessi minni um að blása í kross og þannig álíka. En kannski ekki jafn mikið. En þar sem við sjáum þetta, líkt og bíómyndum, þar eimir enn af þessari tengingu: því góða og illa, djöflinum, og spurningunni um hvað sé í glasinu,“ Þó er Dagrún ekki viss um að þátttakendur átti sig á kristnum vísunum, eða pæli lítið í þeim. „Þetta er kannski enn gert, en án þess að hugsunin sé endilega: „Þetta er kristið og þetta er gert til að guð verndi mig,“ heldur lifi minnin um krossana án þess að fólk geri þessa beinu tengingu á milli,“ Vöruðu fólk við þátttöku Viðhorf fólks til andaglass kom gjarnan skýrt fram í umfjöllun fjölmiðla í gamla daga. Árið 1975 spurði lesandi Vikunnar hvort sér væri óhætt að trúa andaglasi. Hann fékk þau skilaboð að sennilega væri andaglas „tómt fals“, en þrátt fyrir því væri best að vera ekkert að grufla á því. Ólíkt viðhorf birtist í grein eftir Snorra Óskarsson, oft kenndan við hvítasunnusöfnuðinn Betel , sem birtist í Eyjafréttum 1989. Þar sagði hann sögur af andaglösum of margar til þess að hægt væri að leyfa sér að sniðganga sannleiksgildi þeirra. Ljóst væri að illir andar væru til og því væri fólki ekki ráðlagt að fara í andaglas. „Menn vilja kannski ekki viðurkenna að andar eru til og að þeir koma fram í andaglösum. Þessir andar eru illir og óhreinir og það er ástæðan fyrir því að með fólkinu kviknar þessi óttatilfinning eða skelfing sem margir þekkja,“ skrifaði Snorri. Segja foreldrum ekki frá Dagrún segir erfitt að segja til um hvert viðhorf almennings sé til andaglass nú til dags. Spurð um hver viðbrögð foreldra nútímans yrðu skildu þau komast að því að börnin þeirra færu í andaglas segir hún að eflaust yrðu þau mismunandi. „Þegar ég var krakki þá bannaði mamma mér að fara í andaglas. Hún hafði heyrt svo margar hryllingssögur af því. Og af því að þetta er svo mikill unglingaleikur, þá er hluti af spennunni að þetta sé jafnvel smá bannað. Þannig þú ert ekkert endilega að segja foreldrum þínum frá þessu. Það tekur af stemmaranum,“
Einu sinni var... Trúmál Börn og uppeldi Mest lesið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Lífið Walking Dead-leikkona látin Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Sjá meira