Annar krísufundur framundan hjá Spánverjum Smári Jökull Jónsson skrifar 27. ágúst 2023 21:31 Þeir kumpánar Jorge Vilda, landsliðsþjálfari Spánar, og Luis Rubiales, forseti knattspyrnusambands Spánar, brosa í gegnum tárin. Vísir/Getty Spænska knattspyrnusambandið hefur boðað til annars krísufundar á morgun vegna málefna forsetans Luis Rubiales. Forsetinn neitar að hætta en FIFA hefur dæmt hann í þriggja mánaða bann. Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“ Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Annar krísufundur spænska knattspyrnusambandsins á aðeins nokkrum dögum hefur verið boðaður á morgun. Forseti sambandsins hefur neitað að hætta þó FIFA hafi dæmt hann í þriggja mánaða bann og nú hefur þjálfari heimsmeistaraliðs Spánar gefið út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýnir formanninn. Þá er nær allt starfslið landsliðsins hætt störfum. Búist var við því að Rubiales myndi segja af sér á fundi sambandsins á föstudag en í stað þess hélt hann eldræðu og sagði að málið væru nornavæðar falskra femínista. Upphaf málsins er þegar Rubiales kyssti Jenni Hermoso leikmann Spánar á munninn eftir úrslitaleik Spánar og Englands á heimsmeistaramótinu. Starfandi forseti sambandsins Pedro Rocha boðaði til fundarins á morgun til að „meta stöðuna sem sambandið er í“ og skoða „hvaða ákvarðanir og aðgerðir þarf að ræða,“ sagði talsmaður hans í dag. Þá hefur verið boðað til innri rannsóknar þar sem ferli sambandsins vegna kynferðislegar áreitni hefur verið virkjað. Maria Dolores Martinez Madrona, sem stýra mun rannsókninni, sagði að hún krefðist þess að einkalíf og virðing allra þeirra sem að málinu kæmi væri virt. Þjálfarinn breytir um kúrs Þá hafa styrktaraðilar sambandsins stigið fram og gagnrýnt hegðun Rubiales. Flugfélagið Iberia sagði í yfirlýsingu að fyrirtækið styddi viðeigandi ráðstafanir sem gripið væri til til að tryggja réttindi íþróttamanna- og kvenna. Á leikjum í spænsku úrvalsdeildinni fékk Hermoso stuðnings frá ýmsum liðum og þá var klappað fyrir henni á leik Atletico Madrid og AC Milan sem fram fór í gær. Allt starfsfólk landsliðsins hætti störfum á föstudag til að mótmæla því að Rubiales ætlaði sér að sitja áfram. Að undanskildum þjálfaranum Jorge Vilda. Vilda gerði lítið úr atvikinu eftir úrslitaleikinn í upphafi og hefur verið talinn í stuðningsmannahópi Rubiales. Í dag gaf hann hins vegar út yfirlýsingu þar sem hann gagnrýndi yfirmann sinn. „Atburðirnir sem hafa átt sér stað eftir að Spánn vann heimsmeistaratitilinn hafa verið algjör vitleysa og hafa skapað fordæmalausar aðstæður og skyggt á verðskuldaðan sigur leikmanna okkar og þjóðar.“ „Ég harma að sigur spænska kvennalandsliðsins hafi fallið í skuggann af óviðeigandi hegðun forseta sambandsins. Það er enginn vafi á að þetta er óásættanlegt og endurspeglar á engan hátt þau gildi sem ég berst fyrir í mínu lífi, í íþrótt og knattspyrnu almennt.“
Hegðun forseta spænska knattspyrnusambandsins Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira