Víkingar geta orðið Íslandsmeistarar áður en úrslitakeppnin hefst Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. september 2023 10:16 Víkingur getur orðið Íslandsmeistari strax í dag. Vísir/Hulda Margrét Lokaumferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu fer fram í dag áður en deildinni verður skipt upp í efri og neðri hluta. Allir sex leikir dagsins hefjast á sama tíma og verða sýndir í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2. Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3) Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Þrátt fyrir að enn verði heilar fimm umferðir eftir þegar lokaumferðin klárast í dag er baráttan um Íslandsmeistaratitilinn svo gott sem ráðin. Spurningin hver verður Íslandsmeistari á í raun ekki lengur rétt á sér, heldur ætti fólk frekar að spyrja sig að því hvenær Víkingur klárar dæmið. Víkingur getur nefnilega orðið Íslandsmeistari strax í dag með sigri gegn Fram í Úlfarsárdalnum ef önnur úrslit falla með liðinu. Raunar er það bara einn annar leikur sem getur haft raunveruleg áhrif á það hvort Víkingar fagni titlinum í dag eða seinna, en það er viðureign Vals og HK á Origo-vellinum. Breiðablik getur reyndar enn í besta falli jafnað Víkinga að stigum. Gríðarlegur munur í markatölu og hverfandi líkur á því að Víkingar tapi öllum sex leikjunum sem liðið á eftir gera það að verkum að það er í raun óþarfi að velta því fyrir sér. Staðan í deildinni.KSÍ/Skjáskot Eins og sjá má á myndinni hér fyrir ofan eru Víkingar með 14 stiga forskot þegar lokaumferðin er framundan. Eftir að deildinni verður skipt upp verða aðeins 15 stig eftir í pottinum, sem þýðir að ef Víkingar sigra Fram og Valur tapar eða gerir jafntefli gegn HK á sama tíma er Víkingur Íslandsmeistari í sjöunda sinn í sögunni. Víkingur varð síðast Íslandsmeistari árið 2021, en þá hafði félagið beðið í 30 ár eftir titlinum. Nú stefnir hins vegar í að biðin milli titla verði heldur styttri. Víkingar fagna Íslandsmeistaratitlinum árið 2021.Vísir/Hulda Margrét Hörð Evrópubarátta framundan Þrátt fyrir að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn sé svo gott sem búin er enn líf í baráttunni á öðrum vígstöðvum. Evróppubaráttan lifir enn góðu lífi þar sem fjögur lið berjast um hið eftirsótta fjórða sæti sem gæti veitt þátttökurétt í Evrópukeppni. Það gerist ef Víkingur verður bikarmeistari, en liðið er nú þegar komið í úrslitaleikinn þar sem KA bíður þeirra. Rétt eins og að Víkingur er að öllum líkindum búinn að tryggja sér fyrsta sætið þykir ansi líklegt að Valur og Breiðablik muni berjast um annað og þriðja sæti, en Stjarnan, FH, KR og KA horfa öll girndaraugum á fjórða sætið. Stjarnan, FH og KR eru öll jöfn að stigum með 31 stig, en KA er þremur stigum á eftir pakkanum. Það er því ljóst að baráttan um mögulegt Evrópusæti verður hörð, en KA-menn hafa tvöfaldan séns þar sem liðið getur komið sér í Evrópukeppni með sigri gegn Víkingum í bikarúrslitum og um leið gert fjórða sætið nánast verðlaust. KA á enn góðan möguleika á Evrópusæti, bæði í gegnum deildarkeppnina og bikarinn.Vísir / Anton Fallbaráttan lifir góðu lífi Evrópubaráttan er ekki sú eina sem lifir góðu lífi í Bestu-deild karla því fallbaráttan gerir það svo sannarlega líka. Keflvíkingar sitja á botni deildarinnar með aðeins 12 stig, sjö stigum frá öruggu sæti, og þurfa því að snúa við blaðinu helst ekki seinna en strax til að eiga möguleika á að halda sér uppi. Þá er þéttur pakki fyrir ofan neðsta sætið þar sem aðeins tvö stig skilja þrjú lið að. Fylkir situr í níunda sæti með 20 stig, Fram í því tíunda með 19 og ÍBV í næst neðsta sæti með 18. Raunar geta öll liðin frá fjórða sæti og niður í það neðsta enn tæknilega séð fallið, en nánar verður ekki farið í þá útreikninga hér. Eins og staðan er núna eru það Fylkir, Fram, ÍBV og Keflavík sem eiga í mestri hættu á að falla. Leikir dagsins Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Allir leikir hefjast klukkan 14.00. Breiðablik - FH (Stöð 2 Sport) Stjarnan - Keflavík (Stöð 2 Sport 2) Fram - Víkingur (Stöð 2 Sport 5) Fylkir - KA (Besta deildin) ÍBV - KR (Besta deildin 2) Valur - HK (Besta deildin 3)
Besta deild karla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann