Segir eigendur Man United vera í leik og líta á félagið sem leikfang Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. september 2023 17:01 Gary Neville er sérfræðingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður Manchester United. Hann er vægast sagt ósáttur við eigendur félagsins. Vísir/Getty Sperkspekingurinn Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að eigendur félagsins telji sig vera í leik og að Manchester United sé leikfangið. Í gær bárust fréttir af því að eigendur Manchester United, Glazer-fjölskyldan, væru hættir við að selja félagið í bili að minnsta kosti. Þeir ætli að bíða til ársins 2025 þar sem þeir telja sig geta fengið mun hærra verð eftir biðina. Neville, sem á sínum tíma lék 400 deildarleiki fyrir United frá 1992 til 2011, er allt annað en sáttur við þetta nýjasta útspil Glazer-fjölskyldunnar. Hann sakar eigendurna um að vera í leik og nota félagið sem leikfang. „Fyrir þeim er þetta bara leikur og þeir halda að félagið sé leikfang,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir 3-1 tap Manchester United gegn Arsenal í gær. „Auðvitað eru þeir að fara að selja. Þeim sárvantar peninga.“ „Þeir geta ekki einu sinni haldið sig innan við FFP-reglurnar lengur. Eins og staðan er í dag talar Manchester United eins og einhver miðlungsklúbbur þegar það kemur að félagsskiptamarkaðnum. Félagið veltir yfir 500 milljónum punda á ári. Þetta er eitt tekjuhæsta félag heims,“ bætti Neville við. „Lið eins og Chelsea og Arsenal geta keypt stór nöfn, en Manchester United þarf að hafa áhyggjur af FFP. Ég veit að félagið tapaði peningum í Covid og mögulega er hægt að nota það sem einhvers konar afsökun.“ „Við fengum að sjá frábæran leik í dag [í gær], en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta eru eigendur eins stærsta félags í heimi sem eru að rugla í klúbbnum. Ég mun ekki hætta að tala um þetta því þetta er risastórt vandamál.“ Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Í gær bárust fréttir af því að eigendur Manchester United, Glazer-fjölskyldan, væru hættir við að selja félagið í bili að minnsta kosti. Þeir ætli að bíða til ársins 2025 þar sem þeir telja sig geta fengið mun hærra verð eftir biðina. Neville, sem á sínum tíma lék 400 deildarleiki fyrir United frá 1992 til 2011, er allt annað en sáttur við þetta nýjasta útspil Glazer-fjölskyldunnar. Hann sakar eigendurna um að vera í leik og nota félagið sem leikfang. „Fyrir þeim er þetta bara leikur og þeir halda að félagið sé leikfang,“ sagði Neville í setti hjá Sky Sports eftir 3-1 tap Manchester United gegn Arsenal í gær. „Auðvitað eru þeir að fara að selja. Þeim sárvantar peninga.“ „Þeir geta ekki einu sinni haldið sig innan við FFP-reglurnar lengur. Eins og staðan er í dag talar Manchester United eins og einhver miðlungsklúbbur þegar það kemur að félagsskiptamarkaðnum. Félagið veltir yfir 500 milljónum punda á ári. Þetta er eitt tekjuhæsta félag heims,“ bætti Neville við. „Lið eins og Chelsea og Arsenal geta keypt stór nöfn, en Manchester United þarf að hafa áhyggjur af FFP. Ég veit að félagið tapaði peningum í Covid og mögulega er hægt að nota það sem einhvers konar afsökun.“ „Við fengum að sjá frábæran leik í dag [í gær], en það breytir ekki þeirri staðreynd að þetta eru eigendur eins stærsta félags í heimi sem eru að rugla í klúbbnum. Ég mun ekki hætta að tala um þetta því þetta er risastórt vandamál.“
Enski boltinn Mest lesið „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn