Hundrað ára dansari í Reykjanesbæ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2023 20:38 Gunnar Jónsson, 100 ára dansari með Eygló Alexandersdóttur, danskennara sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þó hann sé orðinn hundrað ára gamall þá lætur hann það ekki stoppa sig við að dansa því það gerir hann með nokkrum hressum konum einu sinni í viku. Hér erum við að tala um Gunnar Jónsson, fyrrverandi sjómann í Reykjanesbæ. Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Gunnar sem býr á Hrafnistu á Nesvöllum mætir alltaf í danstíma hjá Eygló Alexandersdóttur og konunum, sem eru í tíma með honum einu sinni í viku. Hann starfaði lengst af sem sjómaður en hann er fæddur 7. maí 1923 í Austurey í Laugardal í Árnessýslu. Hópurinn mætir í klukkutíma á viku í danstíma þar sem allskonar dansar eru dansaðar. Gunnar fer þar fremstur í flokki innan um konurnar sínar, eins og hann segir sjálfur. Hann er eini karlinn, sem þorir að mæta í danstímana og leiðist það ekki að vera innan um allar konurnar. „Jú, jú, þetta er mjög skemmtilegt. Ég hef aldrei verið í eins skemmtilegum dansi. Það er frábært að geta dansað svona því það er svo góð hreyfing í þessu,” segir Gunnar. Gunnar lítur svo vel út og er svo flottur á dansgólfinu að það verður að spyrja hann hvort það sé örugglega rétt að hann sé orðinn 100 ára ? „Ég rengi það ekki, mér er sagt það,” segir hann og skellihlær. Og danskennarinn er að rifna úr stolti af hafa Gunnar í dansinum. „Þetta er hress karl, góður karl, mjög góður og hress og hann er mjög taktviss. Hann heldur uppi heiðri karlmanna hérna á Suðurnesjum með því að vera eini karlmaðurinn í danshópnum,” segir Eygló Alexandersdóttir, danskennari. Það er alltaf mikið fjör í danstímum hjá hópnum á Nesvöllum í Reykjanesbæ. Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dansfélagar Gunnars eru mjög stoltar af honum. „Gunnar er yndislegur, ljúfur og góður. Við erum allar skotnar í honum og ánægðar með hann,” segir Guðrún Greipsdóttir. „Hann er alveg frábær, ótrúlega ern og duglegur og svo er hann eini karlinn hér á svæðinu, sem leggur í okkur,” segir Brynja Sigfúsdóttir hlægjandi. En er hann 100 ára, er hann ekki að skrökva því? „Ég gæti alveg trúað því að hann væri að skrökva þessu því hann er svo flottur. Nei, nei, hann er hundrað þessi maður, svona unglingur,” segir Sigríður Tryggvína Óskarsdóttir. Gunnar er að standa sig frábærlega í danstímunum verandi 100 ára með öllum konunum sínum eins og hann kallar þær.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjanesbær Eldri borgarar Dans Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira