102 sm lax úr Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 8. september 2023 11:01 Dagur með 102 sm laxinn Það er greinilegt að stóru hængarnir eru farnir að pirra sig all hressilega á flugum veiðimanna en það er orðið næstum því daglegt brauð að sjá hænga yfir 90 sm á samfélagsmiðlum. Það eru samt færri sem eru yfir 100 sm en það gerist þó af og til. Einn slíkur veiddist í Ytri Rangá í gær og það var Dagur Árni Guðmundsson leiðsögumaður við Ytri Rangá sem veiddi hann á ómerktum veiðistað í gær. Hann var með heldur nettar græjur í svona slag en stöngin er glertrefjastöng fyrir línu sex og það þarf mikla reynslu til að landa svona laxi á þetta nettar stangir. Það veiddist einn 101 sm lax í ánni í sumar og svo skemmtilega vill til að Dagur var leiðsögumaður þess veiðimanns sem landaði þeim laxi. Nokkrir svona risar hafa sést í ánni í sumar og haft betur í baráttunni við veiðimenn. Stangveiði Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði
Það eru samt færri sem eru yfir 100 sm en það gerist þó af og til. Einn slíkur veiddist í Ytri Rangá í gær og það var Dagur Árni Guðmundsson leiðsögumaður við Ytri Rangá sem veiddi hann á ómerktum veiðistað í gær. Hann var með heldur nettar græjur í svona slag en stöngin er glertrefjastöng fyrir línu sex og það þarf mikla reynslu til að landa svona laxi á þetta nettar stangir. Það veiddist einn 101 sm lax í ánni í sumar og svo skemmtilega vill til að Dagur var leiðsögumaður þess veiðimanns sem landaði þeim laxi. Nokkrir svona risar hafa sést í ánni í sumar og haft betur í baráttunni við veiðimenn.
Stangveiði Mest lesið Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði Vika eftir af laxveiðinni Veiði 78 laxar á land síðustu 6 daga í Stóru Laxá Veiði Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Veiði Ný veiðibók frá Sigga Haug Veiði Nýtt nám í veiðileiðsögn Veiði Átta maríulaxar í einu holli Veiði Göngur gefa góða von fyrir næsta sumar í Krossá Veiði Flottir sjóbirtingar að veiðast víða Veiði Veiðin í ár mikil vonbrigði Veiði