Stýrði liðinu til síns fyrsta sigurs í efstu deild eftir 16 ár í starfi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 08:30 Frank Schmidt fagnaði 16 ára þjálfaraafmælinu með því að vinna fyrsta sigur Heidenheim í efstu deild frá upphafi. Sebastian Widmann/Getty Images Frank Schmidt, þjálfari Heidenheim, varð í gær sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans, sama dag og félagið vann sinn fyrsta leik í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni. Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik. Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Ævintýri Heidenheim og Schmidt hófst árið 2007 þegar hann tók við liðinu. Þá var Heidenheim í fimmtu efstu deild Þýskalands og draumurinn um að spila í efstu deild því fjarlægur. Eftir að hafa farið upp um fjórar deildir á þessum 16 árum er liðið þó mætt í efstu deild. Fyrsti sigur Heidenheim í sögunni í þýsku úrvalsdeildinni varð í gær staðreynd er liðið vann 4-2 sigur gegn Werder Bremen í leik þar sem Eren Dinkci skoraði tvívegis, en hann er á láni hjá Heidenheim frá einmitt Werder Bremen. Það sem gerir sigurinn enn merkilegri fyrir þjálfarann Schmidt er að hann kom einmitt á 16 ára afmæli hans sem þjálfari liðsins. Það þýðir að hann er orðinn sá þjálfari sem hefur verið lengst í starfi í sögu þýska fótboltans og bætti þar með með met Volker Finke sem stýrði Freiburg í 15 ár og 364 daga frá 1. júlí 1991 til 30. júní 2007. Heidenheim manager Frank Schmidt is set to become the longest-serving coach in German football history this weekend!After taking charge of the team in 2007, he is now approaching his 591st game across 16 unbroken years at the helm as his side face Werder Bremen on Sunday! #HDH pic.twitter.com/6c1pLoQjaj— Bundesliga First Touch (@BLFirstTouch) September 15, 2023 Þessi 49 ára gamli þjálfari var fyrirliði félagsins undir lok leikmannaferils síns sem lauk árið 2007. Hann varð svo aðstoðarþjálfari liðsins að ferlinum loknum, en tók við starfinu af Dieter Markle þann 17. september 2007. Undir stjórn Schmidt hefur Heidenheim komist upp um fjórar deildir og leikið 591 leik.
Þýski boltinn Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira