Segist sjá eftir því að hafa ekki skipt um markmann í miðjum leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 09:30 Stuðningsmenn Arsenal mega búast við því að Mikel Arteta nýti skiptingar í leikjum vetrarins til að skipta um markmann. Michael Regan/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segist oft hafa hugsað um það að skipta um markmann í miðjumn leik og að hann sjái eftir því að hafa ekki gert það hingað til. Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum. Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira
Það vakti athygli fyrir leik Arsenal gegn Everton í gær að Spánverjinn David Raya var í byrjunarliði Arsenal á kostnað Aaron Ramsdale. Raya var fenginn til Arsenal á láni frá Brentford fyrir tímabilið, en hingað til hefur Ramsdale haldið sæti sínu sem aðalmarkvörður liðsins. Eftir komu Raya og vangaveltur margra um markvarðarstöðuna hefur Arteta þó talað um að eins og annars staðar á vellinum þurfi menn að keppast um stöðurnar. Aðspurður út í ástæðu þess að Raya væri í byrjunarliðinu í gær í staðin fyrir Ramsdale voru svörin á þá leið hjá spænska þjálfaranum. „Það er sama ástæða og af hverju Fabio Viera spilaði og Gabriel Jesus ekki. Ég er ekki búinn að fá eina einustu spurningu um það af hverju Gabriel hefur ekki verið að byrja. Hann er búinn að vinna fleiri titla en nokkur annar í hópnum,“ sagði Arteta. „Ég vil að Aaron [Ramsdale] bregðist við eins og Gabriel Jesus. Eins og Kai Havertz og Takehiro Tomiyaso. Nákvæmlega eins. Við spilum með ellefu leikmenn, ekki tíu plús einn.“ Mikel Arteta on David Raya selected and Ramsdale benched: “Trust me — it’s like playing Fabio Vieira or Eddie Nketiah… it is nothing different”. 🔴⚪️ #AFC“I have 11 players to pick and no-one is different”. pic.twitter.com/jfzvT93P9T— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 17, 2023 „Ég er ungur stjóri sem er búinn að vera í starfi í þrjú og hálft ár. Það er fátt sem ég sé eftir, en eitt af því gerðist tvisvar. Einu sinni á 60. mínútu og einu sinni á 85. mínútu í tveimur mismunandi leikjum þegar mér fannst eins og ég þyrfti að skipta um markmann á þeim stundum.“ „Ég gerði það ekki því ég þorði því ekki. En ég get tekið vængmann af velli og sett miðvörð inn á til að breyta í fimm manna varnarlínu og halda í úrslit. Við gerðum jafntefli í þessum tveimur leikjum sem ég er að tala um og ég var ótrúlega fúll út í sjálfan mig,“ sagði Arteta að lokum.
Enski boltinn Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sjá meira