Leikmenn United séu með rétt hugarfar en efast um gæðin Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2023 14:31 Fary Neville efast um gæði leikmannahóps Manchester United. Alex Livesey - Danehouse/Getty Images Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hefur trú á því að leikmenn liðsins séu með rétt hugarfar undir stjórn Erik ten Hag. Hann efast þó um að þeir séu nógu góðir. Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“ Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Gengi Manchester United hefur verið slakt í upphafi tímabils og liðið er með sex stig eftir fyrstu fimm leikina. United mátti þola 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton & Hove Albion um helgina og segir Neville að slæm byrjun liðsins á tímabilinu sé vegna þess að leikmenn liðsins séu einfaldlega ekki nógu góðir frekar en að þeir séu ekki að leggja sig fram. Manchester United eyddi rúmum 180 milljónum punda í leikmenn í sumar og Neville segir enn frekar að þeir leikmenn sem hafi verið keyptir til liðsins hafi ekki bætt hópinn nægilega mikið. Félagið fékk þá Rasmus Hojlund, Andre Onana, Mason Mount, Sofyan Amrabat, Sergio Reguilon, Jonny Evans og Altay Bayindir í sumarglugganum. 🎙️ Gary Neville: “I never thought for one second they would challenge Man City and Arsenal from the players that they brought in. That would have needed a Harry Kane-type signing or Declan Rice, as an example. They didn't have the money to do those types of signings. They're not… pic.twitter.com/aDElzY7JZM— Transfer News Live (@DeadlineDayLive) September 18, 2023 „Ég hafði áhyggjur þegar tímabilið byrjaði. Fólk talaði um að Manchester United hefði klárað sín kaup snemma og að það væri gott, en ég hafði áhyggjur af því að þeir leikmenn sem voru fengnir inn væru ekki nógu góðir til að bæta hópinn frá því á síðasta tímabili,“ sagði Neville í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. „Það hvarflaði aldrei að mér að þeir væru að fara að berjast við Manchester City eða Arsenal miðað við þá leikmenn sem fengnir voru inn. Þeir hefðu þurft að fá leikmann eins og Harry Kane eða Declan Rice til að það væri möguleiki.“ „Þeir eru bara ekki mjög góðir í augnablikinu, en ég fór á leikinn á móti Brighton og vonaðist til að þeir myndu koma mér á óvart. En það voru 72.000 stuðningsmenn á Old Trafford, sem vita vel hvernig lið Brighton er, og ég held að enginn þeirra hafi verið hissa á því sem þeir sáu.“
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira