Umdeild U-beygja United: Antony æfir og má spila Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 10:42 Antony er mættur aftur til æfinga. Getty Brasilíumaðurinn Antony, leikmaður Manchester United, er mættur til æfinga hjá félaginu og er laus úr banni frá því að spila fyrir liðið. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins. Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi. United sendi Antony í leyfi á meðan málið er til rannsóknar en þrátt fyrir að rannsókn standi enn yfir hefur þeirri ákvörðun nú verið snúið við. „Sem vinnuveitandi Antony hefur Manchester United ákveðið að hann muni hefja æfingar á ný á Carrington-æfingasvæðinu og verður tiltækur til liðsvals á meðan lögreglurannsókn fram gengur. Málið verður áfram til skoðunar innan félagsins eftir því sem málið þróast,“ segir í yfirlýsingu Manchester United. Ákvörðun United er ákveðin kúvending á stefnu félagsins hvað slík mál varðar en Mason Greenwood, fyrrum leikmaður liðsins, fékk hvorki að æfa né spila á meðan rannsókn á hans meinta ofbeldismáli stóð. Kærur gegn Greenwood voru látnar niður falla í sumar en var í kjölfarið sendur burt frá United, til Getafe á Spáni. Í yfirlýsingunni segir að United fordæmi ofbeldi af þeim toga er Antony er sakaður um og að félagið sé meðvitað um áhrif sem ásakanir sem þessa geti haft á þolendur slíks ofbeldis. Þrátt fyrir það stendur ákvörðun liðsins um að aflétta banni Brasilíusmannsins. Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01 Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01 Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Antony sætir rannsókn bæði í heimalandinu og á Bretlandi vegna meints ofbeldis í garð fyrrverandi kærustu hans, Gabrielle Cavallin. Tvær aðrar konur hafa stigið fram og sakað Antony um ofbeldi. United sendi Antony í leyfi á meðan málið er til rannsóknar en þrátt fyrir að rannsókn standi enn yfir hefur þeirri ákvörðun nú verið snúið við. „Sem vinnuveitandi Antony hefur Manchester United ákveðið að hann muni hefja æfingar á ný á Carrington-æfingasvæðinu og verður tiltækur til liðsvals á meðan lögreglurannsókn fram gengur. Málið verður áfram til skoðunar innan félagsins eftir því sem málið þróast,“ segir í yfirlýsingu Manchester United. Ákvörðun United er ákveðin kúvending á stefnu félagsins hvað slík mál varðar en Mason Greenwood, fyrrum leikmaður liðsins, fékk hvorki að æfa né spila á meðan rannsókn á hans meinta ofbeldismáli stóð. Kærur gegn Greenwood voru látnar niður falla í sumar en var í kjölfarið sendur burt frá United, til Getafe á Spáni. Í yfirlýsingunni segir að United fordæmi ofbeldi af þeim toga er Antony er sakaður um og að félagið sé meðvitað um áhrif sem ásakanir sem þessa geti haft á þolendur slíks ofbeldis. Þrátt fyrir það stendur ákvörðun liðsins um að aflétta banni Brasilíusmannsins.
Fótbolti Enski boltinn Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01 Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01 Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Tvær konur til viðbótar saka Antony um ofbeldi Tvær konur til viðbótar hafa sakað Antony, leikmann Manchester United, um að hafa beitt sig ofbeldi. 8. september 2023 09:01
Sakar United um að hylma yfir með Antony Fyrrverandi kærasta Antonys, leikmanns Manchester United, sakar félagið um að hylma yfir með honum vegna ofbeldis sem hún segir hann hafa beitt sig. 7. september 2023 09:01
Manchester United birtir yfirlýsingu vegna Antony: „Lítum málið alvarlegum augum“ Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester Untied hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ásakana á hendur leikmanni félagsins, hinum brasilíska Antony. Fyrrum kærasta Antony sakar hann um líkamlegt og andlegt ofbeldi í sinn garð. 6. september 2023 11:52