Beta hættir hjá Kristianstad eftir nærri fimmtán ár í starfi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2023 17:23 Elísabet Gunnarsdóttir mun ekki stýra Kristianstad á næstu leiktíð. Twitter@_OBOSDamallsv Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir, nær alltaf kölluð Beta, mun láta af störfum sem þjálfari sænska efstu deildarliðsins Kristianstad þegar yfirstandandi leiktíð lýkur. Hún hefur starfað fyrir félagið undanfarin 15 ár eða svo. Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Félagið gaf út fréttatilkynningu fyrr í dag þess efnis að ákvörðun hefði verið tekin og að núverandi tímabil sé það síðasta sem Elísabet stýrir liðinu. Eftir að gera góða hluti með Val hér á landi hélt Elísabet til Svíþjóðar í janúar árið 2009. Hefur hún allar götur síðan stýrt Kristianstad og gert magnaða hluti með liðið. Félagið hefur undanfarin ár verið mikið Íslendingalið en leikmenn á borð við Sif Atladóttur, Sveindísi Jane Jónsdóttur, Hlín Eiríksdóttur og Amöndu Andradóttur hafa spilað með félaginu. „Fyrst og fremst vil ég þakka Kristianstad DFF. Félagið og borgin hafa verið frábær reynsla í lífi mínu,“ sagði Elísabet á vef félagsins. Efter en tids funderande och diskussioner står det nu klart att Elisabet "Beta" Gunnarsdottirs tid i KDFF närmar sig sitt slut och att vårt representationslag kommer ledas av annan huvudtränare nästa år. Läs hela texten på https://t.co/Pnxy6O0ciR eller på vår instagram. pic.twitter.com/gvlPIJTRvI— Kristianstads DFF (@KDFF1998) October 2, 2023 Elísabet segist hafa verið heppin undanfarin 15 ár. „Ég fékk tækifæri til að mæta í vinnuna á hverjum degi undanfarin fimmtán ár með fólki sem ég get kallað vini mína svo lengi sem ég lifi. Við höfum öll notið þess, bæði í mótlæti sem og velgengni.“ „Þó komið sé að endalokum hjá mér sem þjálfara liðsins þá lýkur ekki sambandi mínu við félagið, það mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu.“ „Við erum hins vegar ekki búin enn, við spilum síðustu fimm umferðirnar saman. Munið að trúin getur fært fjöll og það eru enn 15 stig í pottinum. Við þurfum stuðning bæjarins til að hjálpa okkur að berjast um verðlaun, það er vel mögulegt.“ Beta fundaði með Knattspyrnusambandi Íslands þegar sambandið leitaði að A-landsliðsþjálfara kvenna árið 2021. Á endanum gekk það ekki upp þar sem hún var samningsbundin Kristianstad. Tók Þorsteinn Halldórsson við þjálfun liðsins og er samningsbundinn til ársins 2026. Sem stendur er Kristianstad í 6. sæti sænsku efstu deildar með 39 stig, sex stigum minna en Linköping.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira