Martröð um framhaldsskóla Guðjón Hreinn Hauksson skrifar 6. október 2023 07:30 Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Stéttarfélög Skóla - og menntamál Guðjón H. Hauksson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Mig dreymdi verulega illa síðustu nótt: Ég er staddur í Hogwartsskólanum í miðri flokkunarathöfn þar sem nemendum er skipt niður í þá fjóra framhaldsskóla sem eftir eru í landinu; Gryffindor, Hufflepuff, Ravenclaw og Slytherin. Ekkert sést til Harry Potter, Hermione eða Rons því þau eru löngu útskrifuð og komin í þægilega innivinnu einhvers staðar. En þarna er Ásmundur Einar Daðason, núverandi mennta- og barnamálaráðherra, í gervi skólameistarans Dumbledore og með honum allur stýrihópurinn um „eflingu“ framhaldsskólastigsins við háborðið. Nærri flokkunarstólnum situr forstjóri Menntamálastofnunar og stýrir flokkunarathöfninni annars hugar. Í flokkunarstólnum situr Dimmalimm og er að kafna undan þungum hattinum. Hún með tyggjó og reikandi augnaráð því hún man ekki alveg hvers vegna hún situr þarna en flettir í örvæntingu í símanum sínum eftir vísbendingum um hvort hún vilji frekar vera nýja eða gamla Dimmalimm eða kannski jafnvel einhvers staðar þar á milli. Flokkunarhatturinn hangir slitinn og lúinn á höfði hennar og tuldrar, "Eni, meni, ming, mang – litlir kassar á lækjarbakka, allir búnir til úr dinga-linga – ússí bússí bakka dæ – enda eru þeir…". Úff! Sem betur fer var þetta bara ljótur og asnalegur draumur en sprettur væntanlega af áhyggjum mínum af því hvað íslenskt þjóðfélag ætlar sér með framhaldsskóla landsins. Núverandi ráðherra hefur sett fram vægast sagt afleit markmið um að fjármagna þokukenndar farsældarhugmyndir með því að tálga innan úr kerfi sem þegar er fjársvelt. Núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að fjármagna eigin menntastefnu og stjórnarsáttmála. Það er alveg sama hvar við grípum niður í fjármögnun framhaldsskólastigsins, það er einfaldlega allt á niðurleið og hefur verið lengi. Sem dæmi fara útgjöld ríkisins til málaflokksins, deilt niður á hvern Íslending, hratt og örugglega lækkandi. Samdrátturinn er um 19% frá árinu 2015. Hlutfall útgjalda af vergri landsframleiðslu til framhaldsskólastigsins fór í fyrsta sinn síðan 1980 undir 1% í fyrra, árið 2022. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, árið 1984. Slagorð ríkisstjórnarinnar „Stórsókn í menntamálum“ ómar því ákaflega dauflega í tómri tunnu sem hefur verið rúllað aftur fyrir Stjórnarráðið og ryðgar þar ásamt ýmsu öðru. Alþjóðadagur kennara var haldinn hátíðlegur í gær. Kennarasamband Íslands hefur notað þessa viku októbermánaðar sérstaklega til þess að vekja athygli á mikilvægi kennara undir myllumerkinu #kennaravikan. Fjölmargt annað fólk hefur lagt sitt fram í umræðuna og sérlega vænt þykir mér um kveðju forsætisráðherra til kennara í gær. Margt gott hefur verið dregið fram. Rauði þráðurinn er sá að gott og farsælt skólastarf byggir algerlega á því að kennarar nái að mynda tengsl við nemendur sína og nálgist þá með hvetjandi hætti og hæfilegum áskorunum. Kennarar verða að njóta trausts og faglegs frelsis og starfa í traustu og samheldnu samfélagi innan skóla sem hefur skýrt umboð til að setja sér sjálfstæða stefnu. Skólar verða að hafa svigrúm og frelsi til þess að laga sig að aðstæðum og þróa sig innan frá. Þá má alls ekki setja alla undir einn og sama hattinn, því enginn einn hattur passar á alla skóla. Ég skora á menntayfirvöld – og þjóðina alla – að fjárfesta í framtíð framhaldsskólastigsins og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að framhaldsskólar haldi sjálfstæði sínu og fái svigrúm til að dafna sem farsæl samfélög um þroska unga fólksins okkar sem mun þurfa að taka við keflinu. Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar