Uppskeruhátið SVFR haldin á föstudagskvöld Karl Lúðvíksson skrifar 11. október 2023 10:01 Það er hefð fyrir því hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur að halda smá fagnað í lok hvers veiðitímabils og það er engin breyting þar á þetta árið. Uppskeruhátíðin þetta árið verður haldin næstkomandi föstudagskvöld 13. október í Rafveituheimilinu við Rafstöðvarveg. Farið verður yfir veiðitímabilið sem var erfitt í þurrkinum í sumar en veiðin tók heldur betur við sér á laxasvæðum félagsins eftir að árnar komust aftur í gott vatn í kjölfar haustrigninga. Dagskráin verður skemmtileg að vanda en þar á meðal verður uppistand með Dóra DNA. Búllubílinn verður á planinu að grilla borgara í gesti og auðvitað verður hinn rómaði happahylur á sínum stað. Úrslit í skemmtilegasta veiðimyndin 2023 verða gerð kunn en félagsmenn eru hvattir til að taka þátt með því að merkja veiðimyndir á Intragram með myllumerkinu #SVFRveiðimyndin2023*. Miðaverð er 2.000 kr fyrir félagsmenn og 2.500 fyrir utanfélagsmenn. Hægt er að ganga í félagið á staðnum. Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði
Uppskeruhátíðin þetta árið verður haldin næstkomandi föstudagskvöld 13. október í Rafveituheimilinu við Rafstöðvarveg. Farið verður yfir veiðitímabilið sem var erfitt í þurrkinum í sumar en veiðin tók heldur betur við sér á laxasvæðum félagsins eftir að árnar komust aftur í gott vatn í kjölfar haustrigninga. Dagskráin verður skemmtileg að vanda en þar á meðal verður uppistand með Dóra DNA. Búllubílinn verður á planinu að grilla borgara í gesti og auðvitað verður hinn rómaði happahylur á sínum stað. Úrslit í skemmtilegasta veiðimyndin 2023 verða gerð kunn en félagsmenn eru hvattir til að taka þátt með því að merkja veiðimyndir á Intragram með myllumerkinu #SVFRveiðimyndin2023*. Miðaverð er 2.000 kr fyrir félagsmenn og 2.500 fyrir utanfélagsmenn. Hægt er að ganga í félagið á staðnum.
Stangveiði Mest lesið Umgengni við suma veiðistaði afleit Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði Finnskt hugvit bjargar ljósmyndum af smálöxum Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði