Friðrik Þór hættur að drekka Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2023 11:11 Friðrik Þór segist eiga mikinn bjór í ísskápnum og nú njóti sá sem þrífur hjá honum góðs af því, Einar Kárason. vísir/vilhelm Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndagerðarmaður tilkynnti vinum sínum á Facebook að hann væri hættur að drekka áfengi og viðbrögðin létu ekki á sér standa. „Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Stundum verður maður að játa sig sigraðan,“ segir Friðrik Þór og vill þakka öllum vinum sínum sem umbáru sig í áfengisvímu. Hann er hins vegar byrjaður að reykja í staðinn. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og fyrstur til að tjá sig og gefur ekki mikið fyrir tíðindin er vinur Friðriks, Einar Kárason rithöfundur og hann spyr: „Kanntu annan?“ Einar Kárason kemur og þrífur En Friðrik Þór segir að sér sé rammasta alvara. Og það hafi ekkert sérstakt komið til, enginn bömmer eða allsherjar mórall. Þetta hefur blundað í honum lengi. Með yfirlýsingu sinni birtir Friðrik Þór þessa mynd. Nú taka reykingarnar við. „Einar Kárason kemur og þrífur hjá mér einu sinni í viku. Nú þarf hann að taka til í ísskápnum, þar er mikill bjór. Hann nýtur góðs af þessu. Hreinsar út eitrið af heimilinu.“ Kvikmyndagerðarmaðurinn segist lengi hafa pælt í þessu. Og þetta er ekki ákvörðun sem tekin er í timburmönnum og móral. „Reyndar hef ég ekki smakkað áfengi síðan 10. júní. Mér finnst þetta engar fréttir. Þegar þú gerir kvikmynd þá ertu edrú.“ Friðrik Þór segir sem sagt að það geti varla talist fréttnæmt en viðbrögðin segja annað. Þegar þetta er skrifað eru vel á 700 manns búnir að gefa það til kynna að þeir fagni ákvörðuninni. Fólkið virðist hafa verið að bíða eftir þessu? „Já, ég fylgist ekkert með því,“ segir Friðrik Þór og kímir. Sér fram á fínan seinni hálfleik Inntur eftir því hvaða verkefni hann sé með í takinu segir hann vera að skrifa handrit að nýrri kvikmynd ásamt Einari Kárasyni. „Skella í tvær til þrjár myndir áður en maður deyr og þá þýðir ekkert að trufla það með neinu áfengissulli. Þetta er sönn saga sem ég heyrði í Póllandi 1980. Hún hefur alltaf verið í hausnum á mér. Úkraína er nú hið nýja Pólland. Aktútelt að gera þetta,“ segir Friðrik Þór sem vill ekki segja meira. Hann tali helst ekki um myndir fyrr en þær eru orðnar að veruleika. Friðrik Þór sér fram á fínan seinni hálfleik, og ætlar að skella í tvær til þrjár myndir áður en yfir lýkur.vísir/vilhelm „En hún hefst í síðari heimstyrjöldinni og endar á Íslandi. Þetta verður mjög flott mynd. Svo er að klára Missi eftir Guðberg sem Ari Alexander er að gera. Ég er að framleiða hana og hún opnar í byrjun nýs árs.“ Sem sagt í mörg horn að líta. Og svo er það fótboltaferillinn sem Friðrik Þór telur vert að halda utan um. „Ég get ekki spilað fótbolta lengur. Er að drepast í hnénu og er að fara til bæklunarlæknis 7. nóvember. Rifinn liðþófi. Í síðasta leik skoraði ég fjögur mörk, fór þá í markið og hélt hreinu. Það er kannski hægt að enda ferilinn þannig? En ef ég get spilað áfram með Lunch United þá verður þetta fínn seinni hálfleikur.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Áfengi og tóbak Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira