Svartur blettur á samfélagi okkar Hjörtur Hjartarson skrifar 20. október 2023 12:01 11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Stjórnlagaþing Hjörtur Hjartarson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
11 ár frá þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá Það lýsir stjórnmálamenningu í miklum ógöngum að fólk í æðstu stöðum reyni að breiða gleymsku yfir þetta allt saman og láti sem ekkert sérstakt hafi gerst. Í dag eru 11 ár frá því kjósendur á Íslandi gengu til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá. Alþingi boðaði til atkvæðagreiðslunnar að undangengnu einstöku lýðæðislegu ferli. Úrslit kosningarinnar hafa ekki enn verið virt. — Íbúar landsins átta sig flestir á því hvað veldur: Fámennum en valdamiklum öflum þóknast að halda í óbreytt ástand og valdaleysi almennings sem úrelt stjórnarskrá tryggir þeim. Almenningi er líka ljóst að þetta er fullkomlega andlýðræðislegt. Og mun aldrei gleymast. Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, Brexit, fór fram í júní 2016. Útganga var samþykkt naumlega. Tæpum níu mánuðum síðar hafði breska þingið afgreitt málið og staðfest vilja kjósenda. Eins þótt meiri hluti þingsins væri ósammála niðurstöðunni. Þegar Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, reyndi að hafa að engu niðurstöðu kosninga var það fordæmt um allan heim. Líka af íslensku ráðafólki. Enda grundvallarregla í lýðræðisríki að úrslit kosninga séu virt. Afdráttarlaust — og ekkert fimbulfamb. Þann 20. október 2012 samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (67%) að tillögur sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur nýrrar stjórnarskrár Íslands. Það er sama hve margir herrar og frúr og háttvirtir og hæstvirtir líta undan og forðast að nefna það. Sama hve lengi óréttlætið verður látið viðgangast: Að Alþingi virði ekki úrslit kosningarinnar um nýja stjórnarskrá er viðvarandi atlaga að lýðræði í landinu. Svartur blettur á samfélagi okkar sem við verðum að ná burt. Til að ljúka málinu farsællega þarf hugrekki, virðingu fyrir lýðræðislegum grundvallargildum og heilindi. Viðurkenna verður efnislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar og hætta tilburðum til að byrja nýtt stjórnarskrárferli og smíða stjórnarskrá stjórnmálaflokkanna. Fást þarf við þær tillögur sem kjósendur samþykktu og fylgja almennum lýðræðislegum leikreglum og viðmiðum Feneyjarnefndarinnar frá 2020 og Ragnars Aðalsteinssonar lögmanns. Sjónarmið Ragnars eru þessi: Tillögurnar urðu til í víðtæku lýðræðislegu ferli og voru samþykktar í lýðræðislegum kosningum. Þeim sem vilja gera efnislegar breytingar á tillögunum er því vandi á höndum. Þeir þurfa að færa ótvíræðar sönnur á að þær breytingarnar treysti betur almannahag en óbreyttar tillögur. Sama sjónarmið kom fram í áliti Feneyjanefndarinnar frá 9. október 2020 til forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur. Þar segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Að fenginni langri reynslu yrði farsælast að koma á stjórnlagaþingi sem legði lokahönd á tillögurnar sem kjósendur samþykktu sem grundvöll nýrrar stjórnarskrár fyrir 11 árum. — Við eigum nýja stjórnarskrá. Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun