Fullyrðir að Ólafur Ingi sé að taka við KR Siggeir Ævarsson skrifar 21. október 2023 17:15 Ólafur Ingi Skúlason á HM 2018 Vísir/Getty Fótboltagúrúinn Hjörvar Hafliðason, einnig þekktur sem Dr. Football, greindi frá því á Twitter í dag Ólafur Ingi Skúlason verði næsti þjálfari KR. Í sömu færslu segir hann að Rúnar Kristinsson, fyrrum þjálfari KR, sé að taka við Fram. Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023 Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Leiðir KR og Rúnars skildu í haust en Rúnar hafði verið með liðið síðan 2017 og var það önnur þjálfaratíð hans með liðið. Hann skilaði KR þremur Íslandsmeistaratitlum og þremur bikarmeistaratitlum. Árangurinn í ár var þó ekki upp á marga fiska en liðið endaði í 6. sæti Bestu deildarinnar. Ólafur Ingi Skúlason, sem er uppalinn Fylkismaður, átti langan og farsælan feril sem atvinnumaður en hann gekk til liðs við Arsenal aðeins 18 ára gamall. Hann lagði keppnisskóna á hilluna 2018 og hefur þjálfað U19 landslið karla síðan 2019. KR verður því fyrsta félagsliðið sem Ólafur þjálfar, en mikið hefur verið skrafað og skeggrætt um hver ætti að taka við stjórnartaumunum í Vesturbænum síðustu vikur. Hjörvar fullyrðir einnig að Rúnar sé kominn með nýja vinnu og sé að taka við Fram en Framarar sögðu Jóni Sveinssyni upp störfum í lok júlí. Ragnar Sigurðsson tók við liðinu tímabundið og bjargaði því naumlega frá falli Ólafur Ingi Skúlason er nýr þjálfari KR samkvæmt okkar fólki í vesturbænum. Rúnar tekur við Fram. pic.twitter.com/dUSvmtGtK0— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) October 21, 2023
Fótbolti Besta deild karla Tengdar fréttir Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29 Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Jón Þórir hættur með Fram Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar. 27. júlí 2023 17:29
Rúnar staðfestir viðræður Rúnar Kristinsson átti fund með formanni knattspyrnudeildar Fram á þriðjudaginn var um möguleikann á að taka við þjálfun liðsins. Hann leitar nýs starfs eftir að hann og KR slitu samstarfi að nýliðnu tímabili loknu. 19. október 2023 10:27