Jón efndi til blaðamannafundar: „Tognun er ósýnilegur sjúkdómur í samfélaginu“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 21. október 2023 23:30 Blaðamannafundur Jóns Gnarr fór fram í gær. X977 Jón Gnarr, grínisti og annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttanna Tvíhöfða, tilkynnti á „grafalvarlegum“ blaðamannafundi í gær að hann hyggist missa 25 kílógrönn fyrir nýársdag. Þá snerti hann á ýmsum málum sem hafa gert honum erfitt fyrir síðustu mánuði, þar á meðal tognun á hné, hægðatregða og þyngdaraukning. Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan. Grín og gaman X977 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira
Athygli vakti í vikunni þegar Jón efndi til blaðamannafundar í hljóðveri X-977 en gaf ekki upplýsingar um hvert tilefni fundarins væri. Þegar fundurinn hófst kom í ljós að tilefni fundarins voru hælsæri sem hann hlaut við göngu, vellystingar í útlöndum, tognun sem hann hlaut á hné og áform um þyngdartap. Jón segir frá lífi sínu á Spáni þar sem hann hefur búið síðustu mánuði en margt hefur gengið á. „Það er ekkert launungarmál að ég gerði þar mjög vel við mig. Bæði í mat og drykk. Ég borðaði stórar kjötmáltíðir, jafnvel tvisvar til þrisvar á dag. Drakk vín og bjór með, og fékk mér svo gjarnan girnilegan eftirrétt eftir, súkkulaði og rjóma og jafnvel nokkra kokteila líka,“ sagði Jón. „Þetta líferni leiddi til þess að þegar ég kom aftur til Íslands og steig á vigtina, þá var ég orðin slétt hundrað kíló. Og við það er ekki unað,“ bætir hann við. Þá segist hann hafa sett sér markmið um að missa þrjátíu kílógrömm fyrir áramót, en síðar lækkað þá tölu niður í 25. „7,5 kíló á mánuði, eða slétt tvö kíló á viku! Og ég er fullviss um að ég muni ná því.“ Inn á milli sjást Sigurjón Kjartansson og Ómar Úlfur, dagskrárstjóri X-ins, skella upp úr, enda um óeðlilega fyndið athæfi Jóns að ræða. Þá segir Jón frá hnémeiðslum sínum sem ágerðust eftir að hann tók á því að ganga meira sem leið til þyngdartaps. „Ég hef ekki séð ástæðu til þess að leita til læknis en ég hef gúgglað einkennin og þau benda sterklega til þess að ég hafi tognað illilega í lateral retinaculum, sem er lítill vöðvi í hnénu,“ segir Jón. „Það eru nú þrjár vikur síðan þetta byrjaði og þetta hafa verið þrjár vikur af sársauka, vonleysi, reiði og örvinglan. En ég hef neitað að gefast upp.“ Loks sat Jón fyrir svörum blaðamanna, en dræm mæting þeirra gerði það að verkum að Sigurjón Kjartansson meðstjórnandi hans var sá eini sem lagði fyrir hann spurningar. Hægt er að horfa á blaðamannafundinn í heild sinni hér að neðan.
Grín og gaman X977 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Kossaflens á klúbbnum Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Saman á rauða dreglinum Bíó og sjónvarp „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Sjá meira