Býst við að Tonali verði klár þrátt fyrir meint brot á veðmálareglum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. október 2023 17:45 Eddie Howe býst við því að geta notað Sandro Tonali á morgun. Stu Forster/Getty Images Eddie Howe, knattspyrnustjóri Newcastle, gerir ráð fyrir því að ítalski miðjumaðurinn Sandro Tonali verði klár í slaginn er liðið tekur á móti Borussia Dortmund í Meistaradeild Evrópu á morgun, þrátt fyrir það að leikmaðurinn sæti rannsókn fyrir brot á veðmálareglum. Tonali bíður þess nú að fá fréttir af rannsókn á máli sínu er varðar meint brot leikmannsins á veðmálareglum, en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt bann. Knattspyrnustjórinn Eddie Howe gerir þó ráð fyrir því að Tonali verði með Newcastle er liðið tekur á móti Dortmund annað kvöld. „Eftir því sem ég best veit þá býst ég við því að hann verði klár á morgun,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. „Ég undirbý mig og liðið mitt þannig þar til mér verður sagt eitthvað annað.“ Tonali var sendur heim úr æfingabúðum ítalska landsliðsins fyrr í þessum mánuði, ásamt Nicolo Zaniolo, leikmanni Aston Villa, eftir að fréttir bárust af því að þeir sættu rannsókn vegna meintra brota á veðmálareglum. Tonali og Zaniolo eru þó ekki einu ítölsku landsliðsmennirnir sem hafa komið sér í klandur vegna brota á veðmálareglum undanfarnar vikur því Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, var í síðustu viku dæmdur í sjö mánaða bann fyrir samskonar brot. Fagioli fékk alls tólf mánaða bann fyrir brot sín, en þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Þá þarf hann einnig að greiða 12.500 evrur í sekt, sem samsvarar tæplega tveimur milljónum króna. Newcastle tekur á móti Dortmund í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Tonali bíður þess nú að fá fréttir af rannsókn á máli sínu er varðar meint brot leikmannsins á veðmálareglum, en verði hann fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér langt bann. Knattspyrnustjórinn Eddie Howe gerir þó ráð fyrir því að Tonali verði með Newcastle er liðið tekur á móti Dortmund annað kvöld. „Eftir því sem ég best veit þá býst ég við því að hann verði klár á morgun,“ sagði Howe á blaðamannafundi í dag. „Ég undirbý mig og liðið mitt þannig þar til mér verður sagt eitthvað annað.“ Tonali var sendur heim úr æfingabúðum ítalska landsliðsins fyrr í þessum mánuði, ásamt Nicolo Zaniolo, leikmanni Aston Villa, eftir að fréttir bárust af því að þeir sættu rannsókn vegna meintra brota á veðmálareglum. Tonali og Zaniolo eru þó ekki einu ítölsku landsliðsmennirnir sem hafa komið sér í klandur vegna brota á veðmálareglum undanfarnar vikur því Nicolo Fagioli, leikmaður Juventus, var í síðustu viku dæmdur í sjö mánaða bann fyrir samskonar brot. Fagioli fékk alls tólf mánaða bann fyrir brot sín, en þar af eru fimm mánuðir skilorðsbundnir. Þá þarf hann einnig að greiða 12.500 evrur í sekt, sem samsvarar tæplega tveimur milljónum króna. Newcastle tekur á móti Dortmund í Meistaradeild Evrópu klukkan 19:00 annað kvöld og verður leikurinn í beinni útsendingu á Vodafone Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Enski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira