Samúel skoraði fyrir framan líklegan kaupanda félagsins Ágúst Orri Arnarson skrifar 5. nóvember 2023 20:30 Samúel Karl Friðjónsson skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu í dag Atromitos FC Samúel Kári Friðjónsson gekk í augun á líklegum kaupanda Atromitos þegar hann skoraði sitt fyrsta mark á tímabilinu fyrir liðið í 3-1 sigri á Aris. Atromitos sótti þar sinn annan sigur í röð eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Atromitos hefur verið í miklum vandræðum, Chris Coleman, þjálfara liðsins, var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði eftir 5-0 tap gegn Panathinaikos. En síðan þá hefur Atromitos sótt tvo sigra úr þremur leikjum og klifið upp stöðutöfluna. Orðrómar hafa verið á sveimi þess efnis að eigandinn vilji selja félagið. Tyrkneski sjónvarpsmaðurinn, frumkvöðullinn og viðskiptamógúlinn Acun Ilicali hefur verið sterklega orðaður við kaupin og hann sást meðal áhorfenda á leiknum í kvöld. Acun Ilıcalı, Yunanistan Süper Lig kulübü Atromitos FC'yi satın almak için görüşmelerde bulunuyor. (MEGA) pic.twitter.com/cSSthZ4mp3— Deportes Reports (@DeportesReports) November 4, 2023 Annars staðar á Grikklandi vann PAOK öruggan 4-2 sigur á erkifjendum sínum Olympiacos eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram fyrir luktum dyrum á Karaiskakis leikvanginum. Heimaliðið Olympiacos var úrskurað í tveggja leikja áhorfendabann af gríska knattspyrnusambandinu eftir óeirðir stuðningsmanna liðsins í kringum leik gegn Panathinaikos síðastliðinn júní. Rannsóknarnefnd á vegum knattspyrnusambandsins ráðlagði að dæma félagið í áhorfendabann, vanalega hefur það dugað til og engan lokaúrskurð þurft í slíkum málum á Grikklandi en Olympiacos nýtti sér glufu í lögunum og fékk banninu frestað þar til knattspyrnusambandið kemur sér saman og dæmir félagið endanlega í bann. Málið vakti mikla athygli innan gríska knattspyrnuheimsins og PAOK var mjög ósátt við niðurstöðu málsins. Γαύροι μουνια μουνιαΓαμώ το Πειραιά #olyPAOK#ΠΑΟΚ#Olympiacos pic.twitter.com/QXj2ziDRL6— Northf@ce (@Northfce1) November 5, 2023 Stuðningsmenn Olympiacos eru með þeim hörðustu sem fyrirfinnast og hafa margoft komið sér og félagi sínu í vandræði utan vallar. Í Evrópudeildarleik liðsins gegn West Ham mættu stuðningsmenn með aðvörun til andstæðinganna um kvöldverð í helvíti. Olympiacos at home to West Ham United tonight "Tonight you dine in hell" pic.twitter.com/uVNY3XUHtA— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) October 26, 2023 Þrátt fyrir sterkan stuðning áhorfenda eins og sjá má í myndskeiðinu hér mátti Olympiacos þola slæmt tap. PAOK kemur sér með þessum sigri upp í fjórða sæti deildarinnar, aðeins einu stigi munar milli þeirra og Olympiacos í öðru sætinu. Gríski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira
Atromitos hefur verið í miklum vandræðum, Chris Coleman, þjálfara liðsins, var sagt upp störfum fyrir tæpum mánuði eftir 5-0 tap gegn Panathinaikos. En síðan þá hefur Atromitos sótt tvo sigra úr þremur leikjum og klifið upp stöðutöfluna. Orðrómar hafa verið á sveimi þess efnis að eigandinn vilji selja félagið. Tyrkneski sjónvarpsmaðurinn, frumkvöðullinn og viðskiptamógúlinn Acun Ilicali hefur verið sterklega orðaður við kaupin og hann sást meðal áhorfenda á leiknum í kvöld. Acun Ilıcalı, Yunanistan Süper Lig kulübü Atromitos FC'yi satın almak için görüşmelerde bulunuyor. (MEGA) pic.twitter.com/cSSthZ4mp3— Deportes Reports (@DeportesReports) November 4, 2023 Annars staðar á Grikklandi vann PAOK öruggan 4-2 sigur á erkifjendum sínum Olympiacos eftir að hafa komist fjórum mörkum yfir. Leikurinn átti upphaflega að fara fram fyrir luktum dyrum á Karaiskakis leikvanginum. Heimaliðið Olympiacos var úrskurað í tveggja leikja áhorfendabann af gríska knattspyrnusambandinu eftir óeirðir stuðningsmanna liðsins í kringum leik gegn Panathinaikos síðastliðinn júní. Rannsóknarnefnd á vegum knattspyrnusambandsins ráðlagði að dæma félagið í áhorfendabann, vanalega hefur það dugað til og engan lokaúrskurð þurft í slíkum málum á Grikklandi en Olympiacos nýtti sér glufu í lögunum og fékk banninu frestað þar til knattspyrnusambandið kemur sér saman og dæmir félagið endanlega í bann. Málið vakti mikla athygli innan gríska knattspyrnuheimsins og PAOK var mjög ósátt við niðurstöðu málsins. Γαύροι μουνια μουνιαΓαμώ το Πειραιά #olyPAOK#ΠΑΟΚ#Olympiacos pic.twitter.com/QXj2ziDRL6— Northf@ce (@Northfce1) November 5, 2023 Stuðningsmenn Olympiacos eru með þeim hörðustu sem fyrirfinnast og hafa margoft komið sér og félagi sínu í vandræði utan vallar. Í Evrópudeildarleik liðsins gegn West Ham mættu stuðningsmenn með aðvörun til andstæðinganna um kvöldverð í helvíti. Olympiacos at home to West Ham United tonight "Tonight you dine in hell" pic.twitter.com/uVNY3XUHtA— 𝐂𝐚𝐬𝐮𝐚𝐥 𝐔𝐥𝐭𝐫𝐚 𝐎𝐟𝐟𝐢𝐜𝐢𝐚𝐥 (@thecasualultra) October 26, 2023 Þrátt fyrir sterkan stuðning áhorfenda eins og sjá má í myndskeiðinu hér mátti Olympiacos þola slæmt tap. PAOK kemur sér með þessum sigri upp í fjórða sæti deildarinnar, aðeins einu stigi munar milli þeirra og Olympiacos í öðru sætinu.
Gríski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar kynnir hópinn fyrir örlagastund Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjá meira