Ármann skákaði Atlantic á Nuke Snorri Már Vagnsson skrifar 7. nóvember 2023 22:30 PolishWonder og Hugo, leikmenn Ármanns og Atlantic. Ljósleiðaradeildin Ármann lagði Atlantic í Ljósleiðaradeildinni í kvöld en þar er keppt í Counter-Strike: Global Offensive. Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Ármann og Atlantic mættust á Nuke í kvöld. Ármann hófu leikinn í vörn og byrjuðu leikinn betur en Atlantic voru fljótir að jafna leikinn og staðan var 3-3 eftir sex lotur. Ármann tóku fyrri hálfleikinn föstum tökum í stöðunni 4-4 með PolishWonder fremstan í flokki, en þeir komu stöðunni í 10-5 eftir frábæra frammistöðu Ofvirks hjá Ármanni. Staðan í hálfleik: 10-5 Atlantic fundu taktinn í upphafi seinni hálfleiks og minnkuðu muninn í 12-10 eftir 22 lotur. Leikmenn Atlantic virtust ætla að jafna leikinn en Sókn Ármanns fékk þó byr undir báða vængi í kjölfarið og sigruðu þeir fjórar lotur í röð. Staðan því orðin 16-10 og eftir heiðarlega tilraun Atlantic til að jafna voru það Ármann sem stóðu uppi með sigurinn. Lokatölur: 16-10 Ármann halda í við Þórsara á toppi deildarinnar með 14 stig en Þór á leik til góða. Atlantic sitja enn í sjötta sæti með 8 stig, en Saga geta jafnað þá á stigum á fimmtudagskvöldið.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti Fótbolti Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Rafíþróttir Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Golf Þrefaldur heimsmeistari í slagsmálum á kebabstað Sport Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Fótbolti Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Íslenski boltinn „Ertu að horfa Donald Trump?“ Golf Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Golf Hefur enga trú lengur á Amorim Enski boltinn Áhugasamur verði Amorim rekinn Enski boltinn Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira