Gullnöglin til Kristjáns heitins Eldjárn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2023 16:19 Ólafur Páll Gunnarsson, Ari Eldjárn, Unnur Ólafsdóttir, Stefán Eiríksson, Björn Thoroddsen og Þráinn Árni Baldvinsson. Gítarleikarinn Kristján Eldjárn sem lést langt fyrir aldur fram fékk í dag Gullnöglina, viðurkenningu Björns Thoroddsen. Þetta kemur fram í tilkynningu. Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi Gullnaglarinnar hefur haft á gítartónlist og þá hvatningu sem hann hefur haft að aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur. Unnur Ólafsdóttir, móðir Kristjáns,og Ari Eldjárn, bróðir hans, tóku við nöglinni sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri afhenti í beinni útsendingu á Rás 2. Kristján var sérlega fjölhæfur gítarleikari. Hann lék jöfnum höndum á klassískan gítar og rafgítar og batt sig aldrei við eina tegund tónlistar. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og tónlistarhópa hér heima og erlendis. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Kristján stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og lauk burtfararprófi þaðan í klassískum gítarleik vorið 1996. Hann nam jafnframt rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997-1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk einleikara- og kennaraprófi þar hjá hinum þekkta gítarmeistara Timo Korhonen. „Afhending Gullnaglarinnar er hluti af árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen en stórtónleikar hátíðarinnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudagskvöldið 10. nóvember. Bróðir Kristjáns, grínistinn Ari Eldjárn kemur þar fram og sýnir á sér hlið sem fáir þekkja, en Ari er ansi liðtækur gítarleikari og leikni hans mun koma mörgum á óvart,“ segir í tilkynningu. Þráinn Árni, gítarleikari Skálmaldar kemur einnig fram á tónleikunum og hljómsveitin Gammarnir þar sem Björn spilar með Þóri Baldurssyni, Stefáni Stefánssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Hluti af aðgangseyri stórtónleika gítarhátíðarinnar rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns en minningarsjóðurinn verðlaunar árlega efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist með drjúgu fjárframlagi. Fyrri handhafar Gullnaglarinnar eru: Ólafur Gaukur Jón Páll Bjarnason Björgvin Gíslason Gunnar Þórðarson Brynhildur Oddsdóttir Halldór Bragason Bubbi Mortens Friðrik Karlsson Óskar Logi Ágústsson Robben Ford Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
Nöglin er þakklætisvottur og viðurkenning fyrir þau áhrif sem handhafi Gullnaglarinnar hefur haft á gítartónlist og þá hvatningu sem hann hefur haft að aðra tónlistarmenn og tónlistarunnendur. Unnur Ólafsdóttir, móðir Kristjáns,og Ari Eldjárn, bróðir hans, tóku við nöglinni sem Stefán Eiríksson útvarpsstjóri afhenti í beinni útsendingu á Rás 2. Kristján var sérlega fjölhæfur gítarleikari. Hann lék jöfnum höndum á klassískan gítar og rafgítar og batt sig aldrei við eina tegund tónlistar. Hann kom fram með fjölda hljómsveita og tónlistarhópa hér heima og erlendis. Hann lék inn á fjölmargar hljómplötur, sá um útsetningar og stjórnaði upptökum. Hann samdi og/eða lék tónlist við ótal leikverk, danssýningar, kvikmyndir, sjónvarpsþætti og auglýsingar. Kristján stundaði gítarnám frá unga aldri í Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónskóla Sigursveins og lauk burtfararprófi þaðan í klassískum gítarleik vorið 1996. Hann nam jafnframt rafgítarleik við djassdeild Tónlistarskóla FÍH lauk burtfararprófi þaðan vorið 1995. Á árunum 1997-1998 stundaði hann framhaldsnám í klassískum gítarleik við Tónlistarháskólann í Turku í Finnlandi og lauk einleikara- og kennaraprófi þar hjá hinum þekkta gítarmeistara Timo Korhonen. „Afhending Gullnaglarinnar er hluti af árlegri gítarhátíð Björns Thoroddsen en stórtónleikar hátíðarinnar fara fram í Bæjarbíói í Hafnarfirði föstudagskvöldið 10. nóvember. Bróðir Kristjáns, grínistinn Ari Eldjárn kemur þar fram og sýnir á sér hlið sem fáir þekkja, en Ari er ansi liðtækur gítarleikari og leikni hans mun koma mörgum á óvart,“ segir í tilkynningu. Þráinn Árni, gítarleikari Skálmaldar kemur einnig fram á tónleikunum og hljómsveitin Gammarnir þar sem Björn spilar með Þóri Baldurssyni, Stefáni Stefánssyni, Bjarna Sveinbjörnssyni og Sigfúsi Óttarssyni. Hluti af aðgangseyri stórtónleika gítarhátíðarinnar rennur í minningarsjóð Kristjáns Eldjárns en minningarsjóðurinn verðlaunar árlega efnilega tónlistarmenn og afreksfólk í tónlist með drjúgu fjárframlagi. Fyrri handhafar Gullnaglarinnar eru: Ólafur Gaukur Jón Páll Bjarnason Björgvin Gíslason Gunnar Þórðarson Brynhildur Oddsdóttir Halldór Bragason Bubbi Mortens Friðrik Karlsson Óskar Logi Ágústsson Robben Ford
Tónlist Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira