Sunnlensk ungmenni unnu Skjálftann Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 14. nóvember 2023 14:34 Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Sunna Ben Grunnskólinn í Hveragerði vann Skjálftann 2023, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum á Suðurlandi. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn síðastliðinn laugardag með pompi og prakt. Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Skjálftinn er byggður á Skrekk, hæfileikakeppni ungmenna í grunnskólum Reykjavíkurborgar, og fór hann nú fram í þriðja sinn, en í fyrsta sinn með áhorfendum þar sem fyrstu tvær keppnirnar voru undir áhrifum heimsfaraldurs. Dómnefndina skipuðu listaparið, Júlí Heiðar Halldórsson og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, og Ástrós Guðjónsdóttir dansari. Kynnar kvöldsins voru Sirrý Fjóla, leik- og sirkuslistakona og Matti, meðlimur hljómsveitarinnar Væb. Dómnefnd ásamt kynnum kvöldsins.Sunna Ben „Siguratriði Hvergerðinga hét Sound of silence og fjallaði um þær alvarlegu afleiðingar sem einelti getur leitt af sér á listrænan hátt og lögðu þau áherslu á mikilvægi þess að eiga heilbrigð og góð samskipti. Það sé ekki nóg að heyra, það þarf líka að hlusta og það sé ekki nóg að tala því við þurfum líka að vita hvað við erum að segja vegna þess að orð hafa áhrif,“ segir í fréttatilkynningu um keppnina. Þá hafnaði Vallaskóli á Selfossi í 2. sæti og grunnskólinn í Þorlákshöfn hreppti 3. sætið. Grunnskólinn i Hveragerði hreppti 1.sætið.Sunna Ben Atriði grunnskólans í Þorlákshöfn fjallaði um líf stúlku og samskipti hennar við foreldra, kærasta og vini. Tengslin voru sett fram sem strengir sem brotnuðu einn og einn sem varð til þess að á endanum brotnar stúlkan endanlega saman. Grunnskólinn í Þorlákshöfn lenti í 3. sæti.Sunna Ben Atriðin hreyfðu við áhorfendum „Atriðin komu frá sjö sunnlenskum skólum sem tóku þátt þetta árið og má með sanni segja að atriðin hafi hreyft við þeim 500 áhorfendum sem voru á staðnum, enda boðskapurinn oftar en ekki djúpur og með alvarlegum undirtón. Í Skjálftanum, líkt og Skrekk, er lögð mikil áhersla á að ungmennin sjálf þrói atriðin, allt frá hugmynd að lokaútkomu á sviði og því endurspegla atriðin hugðarefni þeirra og má segja að keppnirnar séu farvegur fyrir raddir ungs fólk á hverjum tíma. Ásamt því að móta listrænu hlið atriðanna þurfa þau líka að hugsa um tæknilegar útfærslur, hljóð, ljós, búninga, förðun og fleira og leggja mikinn tíma og vinnu í þetta skapandi ferli sem reynir á þrautseigju, skapandi hugsun og samvinnu.“ Athygli vakti að Bláskógaskóli á Laugarvatni kom í bolum merktum Skjálftanum og það sem meira er þá skáru þau sjálf út mót, máluðu og prentuðu á bolina. Virkilega metnaðarfullt og flott hjá þeim.Sunna Ben Rétt áður en dómnefnd steig á svið.Sunna Ben Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, flutti lagið Skína sem var valið Skjálftalagið 2023. Skjálftinn var haldinn með stuðningi frá Uppbyggingarsjóði SASS og Sveitarfélaginu Ölfusi. Prettyboitjokkó tryllti dansgólfið.Sunna Ben
Hveragerði Krakkar Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28 Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08 Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33 Mest lesið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Kossaflens á klúbbnum Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Lífið Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli var hlutskarpastur í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. 13. nóvember 2023 22:28
Réttarholtsskóli og Háteigsskóli áfram í úrslit Skrekks Réttarholtsskóli og Háteigsskóli komust áfram í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur, í Borgarleikhúsinu í kvöld. Atriði skólanna fjölluðu um sjálfsöryggi annars vegar og sjálfsvígshugsanir hins vegar. 8. nóvember 2023 23:08
Hagaskóli og Laugalækjarskóli í úrslit Skrekks Atriði Hagaskóla og Laugalækjarskóla komust í gærkvöldi áfram í úrslit Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, á fyrsta undanúrslitakvöldi keppninnar. 7. nóvember 2023 07:33