„Vonandi getum við skemmt partýið“ Aron Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2023 10:00 Jóhann Berg Guðmundsson í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Vilhelm Jóhann Berg Guðmundsson mun bera fyrirliðabandið er Ísland heimsækir Slóvakíu í undankeppni EM í fótbolta í Bratislava í kvöld. Íslenska liðið á harma að hefna eftir fyrri leik liðanna fyrr á árinu og ætlar sér að skemma partýhöld Slóvaka sem geta tryggt sér EM sæti með jafntefli eða sigri. Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira
Það er uppselt á leik Slóvakíu og Íslands í kvöld sem fer fram Tehelné pole leikvanginum í Bratislava sem tekur um 20 þúsund manns í sæti. Í sumar fór fyrri leikur liðanna á Laugardalsvelli 2-1 fyrir Slóvakíu. Leikur sem íslenska liðið hefði átt að vera búið að klára. Klippa: Jóhann Berg: Það er öll pressan á þeim „Við eigum harma að hefna eftir leikinn heima í sumar á móti þeim,“ segir Jóhann Berg. „Þar hefðum við átt að klára leikinn í fyrri hálfleik og skora fleiri mörk. Þeir koma svo og vinna leikinn sem var gríðarlega svekkjandi. Í kvöld eigum við séns á því að ná í þrjá punkta og það er auðvitað stefnan.“ Íslenska liðið hefur haldið til í Vínarborg frá því í upphafi vikunnar og æft þar af krafti. Liðið kom til Bratislava í gær eftir um klukkustundar ferðalag. „Fínn en stuttur undirbúningur. Þetta eru fáar æfingar sem við höfum náð saman allur hópurinn en við en þetta hafa verið flottar æfingar. Við vitum alveg nákvæmlega hvað við ætlum að gera á morgun. Svo er það bara að fara út á völl á morgun þar sem við munum sýna hvað í okkur býr.“ Jóhann Berg hefur marga fjöruna sopið með íslenska landsliðinu og veit hvernig það er að halda inn í leiki þar sem öll pressan er á þér að ná úrslitum. Þannig stöðu eru Slóvakarnir nú í á heimavelli. Þessir 20 þúsund Slóvakar sem verða á vellinum í kvöld búast við því að EM sætið verði tryggt. „Það er auðvitað gríðarleg pressa á þeim hérna á heimavelli. Það er fullur völlur hérna á morgun og vonandi flott stemning. Við höfum gaman af því að spila á svona útivöllum. Vonandi getum við farið og skemmt partýið eins og sagt er. Við vitum að við eigum alveg séns á því. Það er öll pressan á þeim, þeir ætla að halda partý hérna á morgun og það er undir okkur komið að skemma það.“ Möguleikar íslenska liðsins á því að tryggja sér EM sæti í gegnum undankeppnina eru til staðar en þó litlir nú þegar að tvær umferðir eru eftir. Liðið þarf að vinna báða sína leiki, gegn Slóvakíu og Portúgal, sem og treysta á að Slóvakía tapi fyrir Bosníu & Herzegóvínu í lokaumferðinni. Þá er annar möguleiki í stöðunni ef það mistekst. Væntanlegt umspil í gegnum Þjóðadeild UEFA í mars á næsta ári. Hafið þið enn trú á því að geta tryggt EM sætið í þessari undankeppni? „Það verður mjög erfitt. Við þurfum að vonast til þess að úrslitin detti fyrir okkur. Eina sem við getum gert og haft áhrif á er að fara inn í leikinn gegn Slóvakíu og reyna að sækja þessa þrjá punkta sem í boði eru. Vonandi detta önnur úrslit með okkur og kannski getum við farið til Portúgal og gert eitthvað þar. Við tökum bara leikinn á morgun og reynum að spila vel. Svo kemur í ljós hvað gerist.“ Jóhann Berg mun bera fyrirliðabandið í leik kvöldsins. Það hefur hann gert nokkrum sinnum áður en segir það skipta litlu máli hvort hann sé með bandið eða ekki. Það sé alltaf einstakt að spila fyrir Ísland. „Það er alltaf sérstakt að spila fyrir landsliðið og auðvitað líka mjög gaman þegar að maður ber fyrirliðabandið. Fyrir mér skiptir það svo sem ekki miklu máli. Bara að fá að spila fyrir Íslands hönd er einstakt og hefur verið það frá því að ég byrjaði á þessu 17 ára gamall. Núna er ég fyrirliði og stend mig vonandi vel í því hlutverki.“
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Sjá meira