„Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri“ Kári Mímisson skrifar 22. nóvember 2023 22:24 Sigursteinn Arndal segir það ekki ódýrt fyrir íslenskt lið að taka þátt í Evrópukeppni Vísir/Hulda Margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur með öruggan sigur FH á Gróttu nú í kvöld. Grótta skoraði fyrsta markið en eftir það tóku FH-ingar algjörlega yfir leikinn og unnu sannfærandi 31-24 sigur. „Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“ Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Ég er bara ánægður með sigurinn og hvernig við mættum inn í leikinn. Okkur tókst að ganga svona að mestu leyti frá þessu í fyrri hálfleik. Grótta er með lið sem er óþægilegt fyrir flest lið að mæta. Þeir eru alltaf á fullu og keyra hratt á þig. Ef þú mætir ekki 100 prósent í leik gegn þeim lendir þú í veseni en við mættum sem betur fer í leikinn af fullum krafti.“ Sagði Sigursteinn strax að leik loknum. Eins og áður segir voru yfirburðir FH miklir og undir lokin gat Sigursteinn gefið ansi mörgum ungum leikmönnum tækifæri. Hversu ánægður ertu með frammistöðu þeirra? „Mjög ánægður með þá. Þetta eru strákar sem eru bara gríðarlega mikilvægir okkar liði með því að halda uppi góðum gæðum á æfingum í gegnum allan veturinn. Þeir eru að standa sig vel með þriðja flokk og FH er þannig félag að við viljum gefa ungum mönnum séns sem ætla sér hluti og þetta eru strákar sem ætla sér stóra hluti. Það er því mjög ánægjulegt að geta gefið þeim mínútur.“ Símon Michael og Jóhannes Berg áttu fínan leik fyrir FH. Það litaði þó frammistöðu þeirra að þeir enduðu báðir með tvisvar sinnum tvær mínútur fyrir vægast sagt klaufalegar sakir. Sigursteinn segir að það þurfi ekkert að fara yfir þetta með þeim og er viss um að þeir vinni úr þessum mistökum sínum. „Þeir eru gagnrýnir á sjálfa sig og vita það að þeir eiga ekki að fá á sig svona ódýrar tvær mínútur sem er algjör óþarfi. Þetta eru ungir menn og ég treysti þeim fullkomlega til að vinna út úr þessu.“ FH leikur næst í þriðju umferð Evrópubikars karla gegn Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu. Hvað getur þú sagt okkur um þetta lið? „Þetta er sterkt lið. Við mættum belgísku liði fyrir fjórum árum að mig minnir. Þar gerðum við jafntefli úti og unnum á heimavelli. Við erum komnir í þriðju umferð og það gefur augaleið að slakari liðunum fækkar þannig að við erum bara að búa okkur undir að mæta mjög góðu belgísku liði. Það er mikill uppgangur í belgískum handbolta og ég held að þeir séu að fara á EM í fyrsta skiptið núna í janúar.“ Að lokum vill Sigursteinn biðla til fólks að fjölmenna í Kaplakrika á laugardaginn. Liðið þurfi á stuðninga að halda ásamt því segir hann að þessi Evrópuævintýri séu alls ekki ódýr. „Ég vil að lokum biðla til FH-inga og handboltaunnenda að mæta á leikinn því það er alls ekki sjálfsagður hlutur að íslensku liðin séu að taka þátt í Evrópukeppni. Þetta er dýrt og við þurfum á öllum stuðningi að halda. Strákarnir þurfa að standa straum af kostnaði í svona ævintýri. Að sjálfsögðu hjálpar félagið og bæjarfélagið eitthvað til en svo bara þurfum við að treysta á góða mætingu til þess að svona dæmi geti gengið upp ásamt því eru menn bara í öllum mögulegum fjáröflunum og sölum sem hægt er. Þetta er bara raunveruleikinn.“
Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira