„Það er saga á bakvið þetta lag“ Íris Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2023 10:08 Klara Einarsdóttir er ung og upprennandi söngkona. Gassi Klara Einarsdóttir, sautján ára, bar sigur úr býtum í söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands nýverið. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Klara heilmikla reynslu úr heimi tónlistar. Hún gaf nú út sitt fyrsta jólalag en sagan á bak við það er einstaklega falleg. „Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér Tónlist Jól Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
„Það er saga á bakvið þetta lag,“ segir Klara og heldur áfram. „Pabbi gaf mömmu það í jólagjöf fyrir tuttugu og fimm árum. Henni þykir mjög vænt um það og við hækkum alltaf og syngjum með í bílnum þegar það í spilað á útvarpsstöðvunum. Svo spilaði ég það fyrir nokkrum árum á tónleikum í Tónlistarskólanum í Garðabæ þar sem ég hef bæði lært söng og bassaleik.“ Líf Klöru hverfist að stærstum hluta í kringum tónlistina.Gassi Lagið er endurgerð af jólalagi sem faðir Klöru, Einar Bárðarson, samdi og flutt var af söngvurunum Gunnari Óla og Einari Ágústi. Það er Ingimar Tryggvason, einn af upptökustjórunum hjá Patr!k, prettyboitjokko, sem stýrði upptökum á endurgerðinni og óhætt að segja hann hafa átt gott ár í tónlistinni. „Hann sá meðal annars um upptökustjórn á laginu Skína, einu allra vinsælasta lagi ársins.“ Sjálfur segir hann samstarfið við Klöru hafa verið gott og gefandi. „Hún er alveg ótrúlega örugg í upptökum og á klárlega eftir að skína. Hún er nú þegar byrjuð að kenna öðrum upprennandi stjörnum hvernig á að gera þetta.“ Klara segir það dýrmæta reynslu að koma fram í Níu lífum Bubba.Gassi Klara sigraði sem fyrr segir söngvakeppni Verzlunarskóla Íslands fyrir rúmri viku. Síðastliðin fjögur ár hefur líf hennar að mestu snúist um músik. Samhliða því að syngja í Stúlknakórnum Árórum og Stúlknakór Reykjavíkur undanfarin sjö ár, hefur Klara jafnframt tekið þátt í söngleiknum Níu líf Bubba Morthens í Borgarleikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa það haustið 2019 svo við erum búnar að vera í þessu síðustu fjögur ár. Það er bæði ótrúlegt og í raun sögulegt fyrir okkur stelpurnar sem taka þátt í þessu magnaða verki með Bubba og öllum þessa frábæra hópi fólks. Þau hafa reynst okkur svo dýrmætar fyrirmyndir.“ Þegar Klara er ekki að sinna þessum verkefnum ásamt menntaskólagöngu kennir hún söngvurum framtíðarinnar að syngja í Söngskóla Maríu Bjarkar. Lagið, Handa þér, heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Klara Einarsdóttir - Handa þér
Tónlist Jól Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira