Skammist ykkar, Intuens! Eyjólfur Þorkelsson skrifar 24. nóvember 2023 14:00 Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um segulómunarfyrirtækið Intuens hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum. Eftir að hafa farið illilega framúr sér með fyrirheitum sem ekki var nokkur fótur fyrir virðast þau hafa dregið í land með heilómunarórana. Þær upplýsingar voru í það minnsta fjarlægðar af vef þeirra í skjóli nætur og verðskrá uppfærð. Vona má að sú efnislega gagnrýni sem helstu fagfélög lækna heldu á lofti hafi náð eyrum fyrirtækisins og forvígismenn þess séð að sér. Það hefði verið meiri mannsbragur að koma hreint fram og viðurkenna mistökin en vissulega er gott og gilt að forðast að bera ábyrgð á frekari skaða en orðinn er. Þó er eitt sem ekki hefur enn komið fram opinberlega. Eitt sem veldur því að maður efast um að einungis hafi verið um vanhugsað frumhlaup að ræða hjá fyrirtækinu. Sem veldur því að fagurgali um aðstoð og valdeflingu sjúklinga hefur holan hljóm. Eitt meginatriðið í gagnrýni lækna á viðskiptahugmynd Intuens (eða markaðsmódel, heilbrigðisþjónusta er a.m.k. ekki rétta orðið) er að fyrirtækið er að selja falskt ”frískbevís” til fólks sem á ekki að þurfa á neinu slíku að halda. Þetta þó þeim eigi að vera fullljóst að slíkt sé ekki hægt. Eins og það sé ekki nóg, þá er sýnu verra hið fullkomna tómlæti fyrir því að svona tiltæki veldur ótta hjá því heilbrigða fólki sem reynist með einhverskonar frávik sem svo þarf að rannsaka, stinga á, jafnvel skera burt áður en hægt er að sefa þann ótta sem Intuens þáði 300.000 krónur fyrir að kynda upp. Ég var tilbúinn að fyrirgefa það sem ég hélt vera einskæran metnað sem hljóp með þau í gönur. Svo sá ég bréfið. “Tilboðið”. Intuens ákvað meðvitað og markvisst að herja á krabbameinssjúklinga. Bauð þeim “sérkjaradíl”. Fyrir litlar 75.000 krónur gætu þau séð hvort þau væru komin með krabbamein - aftur. Þeirra hugmynd að svörtum föstudegi með svörtum húmor. Orðið krabbamein vekur flestum ugg, fáum þó jafnmikinn og fólki sem þegar hefur þurft að ganga í gegnum tilfinningarússibanann og óvissuna sem fylgir þeirri greiningu. Að gera sér gróða úr ótta þess og örvæntingu og vísvitandi ýfa upp sár þess til þess að senda svo aftur frá sér - eitthvert. Mig skortir orð til að lýsa andstyggðinni sem þetta vekur. Ég sá fyrir mér að óska ykkur velfarnaðar á heilbrigðari starfsvettvangi. Hvers ég óska ykkur núna læt ég helst ósagt. Höfundur er sérfræðingur í heimilislækningum.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun