Birgir Þórarinsson dragi ummæli sín til baka Gunnar Waage skrifar 27. nóvember 2023 11:01 Ég tek undir kröfu Sverris Agnarssonar um að þingmaðurinn Birgir Þórarinsson dragi til baka rangar yfirlýsingar sem hann viðhafði í ræðu í alþingi í vikunni sem leið. Um leið og eðlilegt hlýtur að teljast að þingmenn hafi nokkurt svigrúm til tjáningar meðan að unnið er úr upplýsingum sem berast í tengslum við atburðina í Ísrael þann 7. Október síðastliðinn. Þá er það alvarlegt mál að Íslenskur þingmaður skuli ferðast til Ísraels og í krafti stöðu sinnar sem Íslenskur þingmaður eiga þar fundi með ráðamönnum. Stíga þar næst í ræðustól alþingis og fara þar með þann hroðalegasta flaum ósanninda sem að alþingi hefur verið boðið upp á í manna minnum. Ef að Birgir Þórarinsson heldur að hann geti flutt hér útreiknaðan og vandlega undirbúin hatursáróður stríðsglæpamanna í Ísrael á alþingi Íslendinga, og látið síðan eins og ekkert sé, þá myndi ég persónulega vilja leita eftir áliti á því máli. Hver rétti aðilinn er til þess ætla ég að skoða, en umboðsmaður alþingis held ég að liggi beinast við. Hér misnotar Birgir aðstöðu sína til að hafa áhrif á ályktun og stefnumótun utanríkismálanefndar, með því að veita nefndinni falskar upplýsingar. Birgir bregst sinni rannsóknarskyldu, færir nefndinni falskar upplýsingar, leggur þær fram sem staðreyndir í stað þess að leita staðfestingar á réttmæti þeirra og uppruna. Alþingi er ekki vettvangur fyrir sögusagnir og getgátur um háalvarleg málefni. Þeir sem að misnota aðstöðu sína með þeim hætti sem að Birgir Þórarinsson hefur gert hér eiga að komast að raun um það, að slíku athæfi fylgi afleiðingar. Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Ég tek undir kröfu Sverris Agnarssonar um að þingmaðurinn Birgir Þórarinsson dragi til baka rangar yfirlýsingar sem hann viðhafði í ræðu í alþingi í vikunni sem leið. Um leið og eðlilegt hlýtur að teljast að þingmenn hafi nokkurt svigrúm til tjáningar meðan að unnið er úr upplýsingum sem berast í tengslum við atburðina í Ísrael þann 7. Október síðastliðinn. Þá er það alvarlegt mál að Íslenskur þingmaður skuli ferðast til Ísraels og í krafti stöðu sinnar sem Íslenskur þingmaður eiga þar fundi með ráðamönnum. Stíga þar næst í ræðustól alþingis og fara þar með þann hroðalegasta flaum ósanninda sem að alþingi hefur verið boðið upp á í manna minnum. Ef að Birgir Þórarinsson heldur að hann geti flutt hér útreiknaðan og vandlega undirbúin hatursáróður stríðsglæpamanna í Ísrael á alþingi Íslendinga, og látið síðan eins og ekkert sé, þá myndi ég persónulega vilja leita eftir áliti á því máli. Hver rétti aðilinn er til þess ætla ég að skoða, en umboðsmaður alþingis held ég að liggi beinast við. Hér misnotar Birgir aðstöðu sína til að hafa áhrif á ályktun og stefnumótun utanríkismálanefndar, með því að veita nefndinni falskar upplýsingar. Birgir bregst sinni rannsóknarskyldu, færir nefndinni falskar upplýsingar, leggur þær fram sem staðreyndir í stað þess að leita staðfestingar á réttmæti þeirra og uppruna. Alþingi er ekki vettvangur fyrir sögusagnir og getgátur um háalvarleg málefni. Þeir sem að misnota aðstöðu sína með þeim hætti sem að Birgir Þórarinsson hefur gert hér eiga að komast að raun um það, að slíku athæfi fylgi afleiðingar. Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar