Stjarna Slóvena verði ekki með gegn Íslandi Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 14:39 Ana Gros er á meðal betri leikmanna heims. Hún hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. EPA-EFE/FILIP SINGER Ana Gros, ein besta handboltakona heims, verður ekki með slóvenska landsliðinu gegn Íslandi í fyrsta leik liðanna í C-riðli HM kvenna í handbolta í dag ef marka má TV 2 í Danmörku. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Slóvenskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Gros væri í Serbíu að hitta sérfræðinga vegna meiðsla sem hún hefur glímt við í læri. Hún myndi jafnvel ekki mæta til leiks fyrr en í öðrum leik liðsins gegn Angóla á laugardag. Svo virðist vera raunin en danski miðillinn TV 2 hafði eftir slóvenskum fréttamönnum í Stafangri í dag að Gros verði ekki með slóvenska liðinu. Gros, sem er hægri skytta, er í 18 manna leikmannahópi sem Slóvenar hafa gefið upp en aðeins 16 leikmenn verða svo á skýrslu í leik dagsins gegn Íslandi. Hún verði því ekki í 16 manna hópnum. Slóvenía er þegar án leikstjórnandans Elizabeth Omoregie, sem tekur ekki þátt á mótinu vegna meiðsla, og eru því tveir sterkustu leikmennirnir í útilínu Slóveníu frá í leik dagsins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í gær að hann gerði ráð fyrir að Gros myndi spila leikinn og tæki mið út frá því við undirbúning Íslands. Vegna meiðsla Omoregie og fleiri í útilínu Slóvena færi sóknarleikur liðsins jafnvel enn meira í gegnum Gros, samkvæmt Arnari. Nú virðist sem það fari út um gluggann og gæti því þurft að gera áherslubreytingar í varnarleik Íslands. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Slóvenskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að Gros væri í Serbíu að hitta sérfræðinga vegna meiðsla sem hún hefur glímt við í læri. Hún myndi jafnvel ekki mæta til leiks fyrr en í öðrum leik liðsins gegn Angóla á laugardag. Svo virðist vera raunin en danski miðillinn TV 2 hafði eftir slóvenskum fréttamönnum í Stafangri í dag að Gros verði ekki með slóvenska liðinu. Gros, sem er hægri skytta, er í 18 manna leikmannahópi sem Slóvenar hafa gefið upp en aðeins 16 leikmenn verða svo á skýrslu í leik dagsins gegn Íslandi. Hún verði því ekki í 16 manna hópnum. Slóvenía er þegar án leikstjórnandans Elizabeth Omoregie, sem tekur ekki þátt á mótinu vegna meiðsla, og eru því tveir sterkustu leikmennirnir í útilínu Slóveníu frá í leik dagsins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari Íslands, sagði í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins í gær að hann gerði ráð fyrir að Gros myndi spila leikinn og tæki mið út frá því við undirbúning Íslands. Vegna meiðsla Omoregie og fleiri í útilínu Slóvena færi sóknarleikur liðsins jafnvel enn meira í gegnum Gros, samkvæmt Arnari. Nú virðist sem það fari út um gluggann og gæti því þurft að gera áherslubreytingar í varnarleik Íslands. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira