Fyrirliðinn bannar T-orðið í klefanum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 10. desember 2023 11:00 John McGinn fagnar markinu sem tryggði Aston Villa sigur gegn Arsenal í gær. Catherine Ivill/Getty Images Unai Emery, þjálfari Aston Villa, og John McGinn, fyrirliði liðsins, segja það vera of snemmt að tala um titilbaráttu þrátt fyrir að liðið sé nú tveimur stigum frá toppnum eftir 1-0 sigur gegn Arsenal í gær. Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Með sigrinum sá Aston Villa til þess að Arsenal mistókst að endurheimta toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar frá Liverpool og Villa situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 35 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum minna en Liverpool í toppsætinu og einu stigi minna en Arsenal í öðru sæti. Aston Villa hefur komið flestum á óvart á tímabilinu með frammistöðu sinni og liðið hefur unni 11 af 16 leikjum sínum og aðeins tapað þremur. Í síðustu fjórum deildarleikjum sínum hefur liðið unnið lið á borð við Arsenal, Tottenham og Englandsmeistara Manchester City. This is football. 👌Emery Ball in full flow! 😍 pic.twitter.com/Cy18WxMQFg— Aston Villa (@AVFCOfficial) December 10, 2023 Liðið hefur þar með unnið liðin sem enduðu í fyrst og öðru sæti deildarinnar á síðasta tímabili og þetta er besta byrjun félagsins í deildinni frá því tímabilið 1980-1981, þegar Aston Villa vann síðast enska titilinn. Þjálfari liðsins, sem og fyrirliðinn, vilja þó ekki fara fram úr sér. „Ég mun tala um þetta þegar við erum búnir með 30 eða 32 leiki ef við erum enn í sömu stöðu,“ sagði Unai Emery, þjálfari liðsins. „Í upphafi móts erum við ekki í titilbaráttu. Það eru bara 16 leikir búnir. Við erum í Meistaradeildarsæti og þurfum að reyna að halda því.“ John McGinn, fyrirliði liðsins, skoraði eina mark leiksins í sigri Aston Villa gegn Arsenal í gær og hann tekur í sama streng. „Ég ætla að banna T-orðið,“ sagði McGinn og á þá við að banna það að tala um titilbaráttu. „Við erum bara búnir með 16 umferðir og það er nóg eftir. Við berum virðingu fyrir liðunum í kringum okkur sem hafa verið í þessari stöðu í mörg ár. Við erum bara byrjendur og við verðum bara að bíða og sjá hvort við getum haldið þessu áfram.“ John McGinn has revealed the one word BANNED in the Aston Villa changing room this season 👀 pic.twitter.com/JTLmijg1gP— SPORTbible (@sportbible) December 10, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira