Óskamótherji Orra í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 23:32 Orri Steinn í leik með FC Kaupmannahöfn Vísir/Getty Orri Steinn Óskarsson náði þeim merka áfanga með félagsliði sínu FC Kaupmannahöfn að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á dögunum. Liðið hefur lagt af velli stórlið á borð við Manchester United og Galatasaray á leið sinni þangað og vill Orri Steinn mæta einu tilteknu stórliði í sextán liða úrslitunum. Sviðið sem Orri og félagar stiga fram á verður bara stærra. Fram undan eru 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem dregið verður í á mánudaginn kemur. FC Kaupmannahöfn mun dragast á móti einu af þeim liðum sem bar sigur úr býtum í sínum riðli í riðlakeppninni. Það er stórlið á borð við Manchester City, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Dortmund og Real Madrid. Orri er með óskamótherja í huga fyrir sextán liða úrslitin. „Ég væri til í að fá Real Madrid,“ segir Orri Steinn í samtali við Vísi. „Það yrði skemmtilegt að eiga tök á því að fara og spila á Santiago Bernabeu. Það er flottur völlur og geggjuð ára í kringum Real Madrid. Það yrði skemmtilegt að kíkja þangað.“ Real Madrid er eitt stærsta félagslið í heimi og það lið sem hefur oftast unnið þá keppni sem nú ber heitið Meistaradeild Evrópu. Alls fjórtán sinnum. Og þó svo að FC Kaupmannahöfn muni fara inn í einvígi sitt í sextán liða úrslitunum sem litla liðið á móti vel flestum af þessum mögulegu andstæðingum sem taldir eru upp hér fyrir ofan er alveg ljóst að þeir andstæðingar muni ekki taka neinu sem gefnu í því einvígi. Frammistöður FC Kaupmannahafnar hingað til hafa munu hafa unnið þeim inn virðingu hjá stærstu liðum Evrópum og þá er ljóst að engu liði mun finnast þægilegt að halda á Parken. „Ég myndi segja að útileikur á Parken sé með erfiðari leikjum sem þú færð í Meistaradeildinni. Tölfræðin talar sínu máli þar. Þá hafa frammistöður okkar á þeim velli sýnt að við getum spilað vel á móti hvaða liði sem er. Það er mjög sterkt fyrir okkur að hafa svona vígi á bakvið okkur. Og búa til þennan ótta hjá andstæðingum okkar að mæta okkur á þessum velli.“ Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira
Sviðið sem Orri og félagar stiga fram á verður bara stærra. Fram undan eru 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar sem dregið verður í á mánudaginn kemur. FC Kaupmannahöfn mun dragast á móti einu af þeim liðum sem bar sigur úr býtum í sínum riðli í riðlakeppninni. Það er stórlið á borð við Manchester City, Arsenal, Atletico Madrid, Barcelona, Dortmund og Real Madrid. Orri er með óskamótherja í huga fyrir sextán liða úrslitin. „Ég væri til í að fá Real Madrid,“ segir Orri Steinn í samtali við Vísi. „Það yrði skemmtilegt að eiga tök á því að fara og spila á Santiago Bernabeu. Það er flottur völlur og geggjuð ára í kringum Real Madrid. Það yrði skemmtilegt að kíkja þangað.“ Real Madrid er eitt stærsta félagslið í heimi og það lið sem hefur oftast unnið þá keppni sem nú ber heitið Meistaradeild Evrópu. Alls fjórtán sinnum. Og þó svo að FC Kaupmannahöfn muni fara inn í einvígi sitt í sextán liða úrslitunum sem litla liðið á móti vel flestum af þessum mögulegu andstæðingum sem taldir eru upp hér fyrir ofan er alveg ljóst að þeir andstæðingar muni ekki taka neinu sem gefnu í því einvígi. Frammistöður FC Kaupmannahafnar hingað til hafa munu hafa unnið þeim inn virðingu hjá stærstu liðum Evrópum og þá er ljóst að engu liði mun finnast þægilegt að halda á Parken. „Ég myndi segja að útileikur á Parken sé með erfiðari leikjum sem þú færð í Meistaradeildinni. Tölfræðin talar sínu máli þar. Þá hafa frammistöður okkar á þeim velli sýnt að við getum spilað vel á móti hvaða liði sem er. Það er mjög sterkt fyrir okkur að hafa svona vígi á bakvið okkur. Og búa til þennan ótta hjá andstæðingum okkar að mæta okkur á þessum velli.“
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Danmörk Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Sjá meira