Meistarar Víkings tilkynntu þrjá nýja leikmenn Sindri Sverrisson skrifar 18. desember 2023 12:05 Valdimar Þór Ingimundarson, Jón Guðni Fjóluson og Pálmi Rafn Arinbjörnsson @vikingurfc Íslands- og bikarmeistarar Víkings, í fótbolta karla, boðuðu til blaðamannafundar í hádeginu í dag til að kynna þrjá nýja leikmenn liðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrir helgi er einn leikmannanna landsliðsmaðurinn fyrrverandi Jón Guðni Fjóluson. Hann er 34 ára miðvörður með mikla reynslu sem hafði náð inn í byrjunarlið íslenska landsliðsins áður en hann sleit krossband í hné haustið 2021, en síðan þá hefur hann ekki getað spilað fótbolta. Jón Guðni Fjóluson í leik gegn Þýskalandi haustið 2021, skömmu áður en hann sleit svo krossband í hné.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Jón Guðni var síðustu ár á mála hjá Hammarby í Svíþjóð en hefur einnig leikið í Noregi, Rússlandi og Belgíu, eftir að hafa byrjað meistaraflokksferilinn með Fram. Víkingar kynntu einnig Valdimar Þór Ingimundarson, 24 ára miðjumann sem sló í gegn með Fylki og skoraði átta mörk í 14 leikjum sumarið 2020 áður en hann var seldur til Strömsgodset í Noregi. Valdimar Þór Ingimundarson var magnaður með Fylki áður en hann hélt í atvinnumennsku sumarið 2020.VÍSIR/VILHELM Valdimar var hjá Strömsgodset í tvö ár en hefur tvö síðustu tímabil leikið með Sogndal í næstefstu deild Noregs, og skorað sjö mörk á hvorri leiktíð. Valdimar á að baki tvo A-landsleiki og ellefu leiki með U21-landsliðinu. Þriðji leikmaðurinn er svo markvörðurinn ungi Pálmi Rafn Arinbjörnsson, sem er Njarðvíkingur en kemur til Víkings frá enska úrvalsdeildarfélaginu Wolves. Pálmi Rafn er nýorðinn tvítugur og hefur spilað átján leiki fyrir yngri landslið Íslands. Víkingar misstu eftir síðasta tímabil markvörðinn Þórð Ingason sem lagði hanskana á hilluna. Valdimar og Pálmi skrifuðu báðir undir fjögurra ára samning við Víking en samningur Jóns Guðna er upp á tvö ár.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Segir Rodri frá keppni næstu vikurnar Sandra María skoraði í leik sem þurfti að fresta Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Höjlund tryggði sigur gegn Mikael Agli og félögum Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Guðni: Margrét Brynja var frábær Fyrirliði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum Enn syrtir í álinn hjá Ange og Nottingham Forest Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Freyr og félagar í Brann steinlágu Sevilla - Barcelona 4-1 | Börsungar lágu í Andalúsíu Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Missir Mbappé af Íslandsförinni? Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Messi lagði upp þrjú í sigri Inter Miami Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Sjá meira