Segir fjárlögin ekki endurspegla veruleikann í íslensku samfélagi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2023 15:48 Þingflokksformaður Viðreisnar segir að þær breytingar sem gerðar voru á raforkufrumvarpinu hafi verið of róttækar til að hægt væri að samþykkja þær án frekari umræðu og umsagna enda komu breytingarnar fram í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Dagana fyrir þinghlé voru afgreidd mörg stór mál sem varða losunarheimildir, gistináttaskatt, húsnæðismál Grindvíkinga og kílómetragjald fyrir eigendur rafknúinna ökutækja, lög um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir svo fátt eitt sé nefnt. Þá voru fjárlögin samþykkt með halla sem nemur 51 milljarði króna sem Hönnu Katrínu Friðriksson, þingflokksformanni Viðreisnar þykir allt of mikill. Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé. Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Hanna Katrín segir að forgangsröðun skorti sem og aðgerðir sem endurspegli vanda heimilanna á tímum verðbólgu og hárra stýrivaxta. Stærsta málið varði afgreiðslu fjárlaga þessa síðustu daga fyrir þinghlé sem var gert síðastliðinn laugardag. „Það er að segja þessi mikli halli á þeim [fjárlögunum] og ákveðinn skortur á forgangsröðun, þar sem annars vegar er verið að mæta þessum tveimur risa áskorunum sem við stöndum frammi fyrir, annars vegar að reyna að hemja verðbólguna með því að draga úr hallarekstri og þenslu og hins vegar að mæta vanda heimila sem er gríðarlega mikill meðal annars vegna síendurtekinna vaxtahækkana. Fjárlögin endurspegluðu ekki þennan veruleika samfélagsins.“ Nokkur frumvörp sem sæta tíðindum, og önnur sem umdeildari eru, urðu að lögum á síðustu dögunum fyrir jólahlé þingsins. Þá er ekki síður fréttnæmt að nefna þau frumvörp sem ekki náðu í gegn fyrir jólahlé, eitt þeirra varðar breytingar á orkulögum en breytingarnar náðu ekki fram að ganga því þær þóttu of róttækar. Atvinnuveganefnd þingsins lauk yfirferð sinni á orkulögum í síðustu viku og lagði fram með miklum breytingum til að mynda þeim að orkumálaráðherra, en ekki Orkustofnun, hefði heimild til ákveða að almenningur en ekki stórnotendur hefðu forgang að orku á tímum orkuskorts. Hanna Katrín segir skilning ríkja um mikilvægi málsins enda séu orkumálin komin í ógöngur að hennar mati en stórar breytingar í meðförum nefndarinnar á frumvarpinu væru þess eðlis að frekari umræðu væri þörf. „Það kemur í ljós að[breytingarnar] eru þess eðlis að þær hafa meiri áhrif, inngrip í markaðinn en akkúrat nemur þessum viðbrögðum við fyrirsjáanlegum orkuskorti til heimila. Þar með eru þetta breytingar sem þarfnast miklu meiri umræðu en þessi eini fundur nefndarinnar gaf færi á og af þeim sökum var nauðsynlegt að fresta málinu fram yfir áramót til þess að við hefðum tíma til að fara ofan í saumana á því hvað þær breytingar - það er að segja breytingarnar á frumvarpinu sem átti að breyta - hvaða áhrif þær raunverulega hafa.“ Þetta sé hættan þegar fram eru settar umfangsmiklar breytingartillögur á frumvörpum síðustu daga fyrir þinghlé. „Því þá gefst ekki færi á að fá aftur umsagnir um hvaða áhrif þær breytingar hafa á mál sem þeir hafa verið að skoða. Þetta var bara of stór biti að kyngja á of stuttum tíma,“ segir Hanna Katrín. Í klippunin hér að ofan er að finna viðtal við Birgi Ármannsson þingforseta og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins um síðustu dagana fyrir þinghlé.
Fjárlagafrumvarp 2024 Alþingi Viðreisn Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira