Öryggisráð? Ólafur Aron Sveinsson skrifar 18. desember 2023 18:31 Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir eldfjallahættu, storma og aðra áhættuþætti er Ísland talið eitt öruggasta landsvæði í heimi fyrir fólk að búa. Öruggt að því leitinu til að mönnum virðist ekki stafa eins mikil hætta af okkar eigin tegund eins og víða annars staðar í heiminum. Að annars landfræðilega óöruggt landsvæði skuli skv. ýmsum samfélagslegum mælikvörðum (*GPI) verið talið öruggasta land heims finnst mér áhugaverð tilhugsun. Öryggisvitundin kemur m.a fram í því að þegar raunveruleg vá ógnar öryggi landsbúa, verður samstaðan áþreifanleg og augljós – án frekari málalenginga. Af hverju? Held að það sé m.a vegna þess að öryggi samborgara okkar skiptir okkur máli – er hluti af okkar eigin öryggiskennd. Sást nýverið í Grindavík. Í sama skyni má ætla að foreldrar eða aðstandendur sem varðveita börn í hjarta sér, hafi einnig börn annarra í sjónlínu sinni. Í hluttekningu við mannlegan veruleika - mannlegur eiginleiki sem ræðst ekki beint af pólitík, þó að fólk geri eðlilega þá grunngröfu að pólitísk öfl taki tillit til þessa grundvallar þáttar í hvers kyns framvindu mála. Hvað yrði um mannlegt samfélag til legnri tíma annars? Í því skyni myndi maður halda að velferðarríki nútímann varði vel slíkar grunnþarfir eða gildi sem forsenda sínss eigin samfélags. Ýmsir þar til gerðir alþjóðlegir sáttmálar og viðmið hafa verið sett í gegnum tíðinna, en virðast undanfarin misseri verið einfaldlega virtir að vettugi af aþjóðasamfélaginu. Engin yfirlýst afstaða tekin, á meðan voðaverk eru framin undir berum himni í miðausturlölndum. Heyra má í fréttaflutningi að það eigi sér stað undir því yfirskyni að óvinurinn feli sig þar sem börn og óbreyttir borgarar hafi sig við. En er það nóg til að réttlæta athæfið? Er þegar öllu er á botninn hvolft ekki allt ofbeldi blindað af einhvers konar sjálfs réttlætanlegri afstöðu, gegnur fram án tillits til tilveru réttar annarra? Verður fólk, eða ríki sem verða vitni af slíku ekki einfaldlega að bíða með að stilla saman strengjum pólitískra- eða viðkiptalegra hagsmuna, þangað til grundvallar mannréttindi eru tryggð? Er staðan eins og hún er orðin ekki jafn einföld og ef kvika myndi ryðja sér til rúms undir fótum okkar? Ekkert annað að gera enn að ýta afdráttarlaust á rauða takkann? Að því loknu ræða hlutina á pólitískum vettvangi? Liggur ekki beinast við að það sé í höndum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna að brugðist sé við í nafni heildarhagsmuna og mannréttinda? Ef leikreglur aþjóðasamfélagsins eru ekki brotnar með fjöldadauða varnarlausra borgara, hvenær er þá farið út fyrir mörkin? Hvar eru mörkin í samstöðu eða hlutleysi, þannig það grafi ekki undan okkar eigin grunngildium? Er það í raun pólitískt álitamál hvort það sé ásættanlegt að fórna lífi óbreytta borgara í þúsundatali? Hvert er hlutverk alþjóðasamfélagsins, sbr öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna ef það er ekki að minnsta kosti varða öryggi barna þessa heims? Höfundur er leiðbeinandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar