Sköllóttur rakari á Siglufirði gerir það gott Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. desember 2023 20:31 Skölótti rakarinn á Siglufirði, Jón Hrólfur, sem er alltaf hress og skemmtilegur og nýtur þess að vera ekki með hár á höfðinu en sér þó um að snyrta hár og skegg annarra í bæjarfélaginu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eini rakarinn á Siglufirði, sem er sköllóttur segist ekki mynda þiggja það að fá hár aftur enda sé dásamlegt að vera sköllóttur. Rakarinn hefur hins vegar meira en nóg að gera í vinnunni við að klippa heimamenn og snyrta skeggið á körlunum. Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira
Það er alltaf meira en nóg að gera hjá eina rakaranum á Siglufirði og þar er líka eins konar félagsmiðstöð því þar koma margir yfir daginn til að fá sér kaffisopa þó þeir séu ekki að fara í klippingu, bara að hittast og spjalla saman. Stofan heitir Hrímnir hár og skeggstofa. „Já, já, það er fínt í klipperíinu og alltaf nóg að gera. Ég á mikið af góðum kúnnum, sem eyða „böns af monní” fyrir lélega klippingu,” segir Jón Hrólfur Baldursson rakari og skellihlær. Og Jón Hrólfur er meira að segja með bar og skemmtistað í næsta herbergi við rakarastofuna þar sem er til dæmis hægt að fara í snóker og pílu eða gera eitthvað annað skemmtilegt. „Það er bjór, gin og tónik, það er það vinsælasta á barnum,” segir hann. Samhliða rakarastofunni er Jón Hrólfur með bara og skemmtistað, sem gengur vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson En aftur á rakarastofuna því Jón Hrólfur segist alltaf fá eitthvað af ferðamönnum í stólinn til sín þó að heimamenn séu uppistaðan í kúnnahópnum enda hafi þeir ekkert val, hann sé með einu rakarastofuna á Siglufirði. En hver er vinsælasta klippingin ? „Vinsælasta klippingin hjá yngri guttunum er svona „feid” en þá eyðir maður alveg út niður í núll en þetta hjá þeim sem eru komnir með konu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinu, þá er þetta bara vinsælasta klippingin, drífa þetta af.” En hver snyrtir skeggið á Jóni Hrólfi og klippir hann? „Ég verð bara að gera það sjálfur, enda er ég sköllóttur, það er sá pakki. Það er mjög gott að vera sköllóttur, ég hugsa að ég myndi ekki þiggja það að fá hár aftur en ég vil þó ekki hafa alla sköllótta þó það sé þægilegt, ég verð að hafa eitthvað að gera,” segir Jón Hrólfur hlægjandi. Stofan hjá Jóni Hrólfi heitir Hrímnir hár og skeggstofa. Reksturinn gengur vel enda alltaf nóg að gera.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Fjallabyggð Hár og förðun Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fleiri fréttir Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Sjá meira