Fögnuðu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor og John Grant Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. desember 2023 12:56 Ellen kom fram í tónleikaröðinni Bylgjan órafmögnuð í síðasta mánuði. Vísir Ellen Kristjánsdóttir tónlistarkona var viðmælandi í Bakaríinu á Bylgjunni í dag, aðfangadag. Þar sagði hún frá sínum jólahefðum, áhugaverðri áramótahefð og frá eftirminnilegum áramótum þegar hún og bróðir hennar, KK, eyddu gamlárskvöldi með Sinéad O'Connor. Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a> Jól Tónlist Áramót Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira
Ellen segir einu jólahefð sinnar fjölskyldu vera að reyna að setjast til borðs um sexleytið þegar klukkurnar hringja inn jólin. Og ganga frá áður en sest er við gjafirnar. Sú hefð hefði henni þótt erfið þegar hún var lítil. „Það var nú meiri píningin,“ segir Ellen og hlær. Þá sé önnur jólahefð að halda stressinu í lágmarki. „Ég finn það alltaf betur og betur, allt þetta umstang, það er ekki þess virði. Það er bara að vera saman sem er aðalatriðið.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ellen segir jólaplötur Ellýjar Vilhjálms og Vilhjálms Vilhjálmssonar, Silfurtóna og Golden Gate kvartettsins hafa verið vinsælar á hennar heimili þegar hún var ung. Hún segir samverustundir um jólin þá jólahefð sem henni þykir vænst um þegar hún lítur til baka. „Við vorum náttúrlega á miklum þvælingi, ég sem krakki og unglingur. En jólaminningin er þetta, kærleikur og að vera saman, við systkinin með mömmu, og heyra í systkinum okkar sem bjuggu út í Bandaríkjunum,“ segir Ellen. John Grant og Sinéad með þeim á gamlárskvöld „Svo er ein hefð sem við höfum alltaf á gamlárs, systkinin, og það er að syngja Imagine,“ segir Ellen og að systkinin haldi yfirleitt upp á gamlárskvöld hjá Kristjáni, KK, bróður hennar. Jafnvel séu þau þá með einhvern á línunni meðan þau syngja, til að mynda bróður þeirra sem býr á Seyðisfirði. „Og eitt gamlárskvöld þá var John Grant með okkur og vinkona hans Sinéad O'Connor. Hún var með okkur, og börnin hennar,“ segir Ellen og kemur þáttastjórnanda í opna skjöldu. Ellen segir Sinéad hafa verið í góðu jafnvægi gamlárskvöldið sem þær eyddu saman. Í lok kvöldsins hafi hún spurt Sinéad hvort hún mætti faðma hana og fengið sömu spurningu til baka. „Svo föðmuðumst við og fórum báðar að gráta. Ég var bara að þakka henni fyrir allt hennar sem hún hefur gert,“ segir Ellen. Hér að neðan má hlusta á lag John Lennon, Imagine. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=undefined">watch on YouTube</a>
Jól Tónlist Áramót Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Fleiri fréttir Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn Sjá meira