Tækifæri fyrir íslenska leikmenn að láta til sín taka um helgina Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2024 19:15 Ísland á margar framúrskarandi knattspyrnukonur og er Gonzalo Zamorano, talsmaður Woman Goal, yfir sig hrifinn af gæðastigin í fótboltanum hér á landi. Spennandi æfingarbúðir verða haldnar í Miðgarði um helgina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenskum knattspyrnukonum gefst gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína út í heim héðan af landi um komandi helgi. Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira