Íslendingur hreppti Emmy-verðlaun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 7. janúar 2024 17:07 Sigurjón segir voða gaman að „litli gaurinn“ fái viðurkenningu. Vísir/Samsett Íslendingurinn Sigurjón Friðrik Garðarsson hlaut Emmy-verðlaun ásamt félögum sínum í Stormborn Studios fyrir tæknibrellur í sjónvarpsþáttaröðinni Five Days at Memorial sem var framleidd af Apple TV. Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón. Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira
Verðlaunin sem Sigurjón og félagar hlutu voru fyrir tæknibrellur í einstaka þætti og voru vinsælir þættir á borð við Wednesday, Ted Lasso og The Umbrella Academy tilnefnd í sama flokki. Emmy-verðlaun í flokkum tæknibrella og annarrar slíkrar „baksviðsvinnu“ voru veitt við hátíðlega athöfn í gærkvöldi. Sigurjón var ekki sjálfur viðstaddur athöfnina heldur horfði á sig fá Emmy-verðlaun úr sófanum heima. Hér fyrir neðan má sjá stiklur úr þættinum sem Sigurjón vann að. „Þetta verkefni kom til okkar fyrir tveimur og hálfu ári síðan núna, eitthvað svoleiðis. Verkefnið var fyrir það sem heitir Five Days at Memorial framleitt af Apple TV og þetta fjallar um nokkra daga á Memorial-spítalanum í New Orleans eftir að fellibylurinn Katrina fór þarna ýfir og flæddi borgina. Við komum að því að setja borgina á kaf,“ segir Sigurjón um verðlaunaverkefnið sitt. Sá um að myndin liti sannfærandi út Sigurjón lýsir hlutverki sínu innan teymisins sem svokölluðum compositing supervisor og segist ekki vita hvernig það myndi útleggjast á íslensku. Blaðamanni tókst ekki að komast að því sjálfur þrátt fyrir heiðarlega tilraun. „Mitt djobb er bara að sjá til þess að myndin líti út fyrir að vera sannfærandi, bæði tæknilega og listrænt. Svona að hún líti vel út. Og ég er þá innan handa fyrir aðra kompara sem eru að vinna við þetta. Maðurinn er svona hlekkurinn við visual effects supervisorinn sem er svo hlekkurinn við leikstjórann og framleiðandann,“ segir Sigurjón til að gera leikmannablaðamanni og lesendum það aðeins ljósar. Mikil samvinna Sigurjón leggur áherslu á það að það verkefni á þessari stærðargráðu feli í sér mikla samvinnu og að margir hafi komið að verkefninu. Samstarfsfélagar Sigurjóns með verðlaunin. Það gátu ekki allir sem unnu að verkefninu verið viðstaddir athöfnina.AP/Richard Shotwell „Það er miklu stærra en maður gerir sér grein fyrir og maður er kannski ekki alveg búinn að meðtaka þetta. En þetta er rosaleg viðurkenning á því sem við erum að gera og þetta er náttúrlega alveg gríðarlega mikil teymisvinna,“ segir hann. Gaman að litli gaurinn fái viðurkenningu Sigurjón bjó lengi vestanhafs og starfaði í tæknibrellubransanum í Vancouverborg í Kanada. Hann segist hafa unnið lengi með stofnendum Stormborn Studios og að þegar kom að því að þeir stofnuðu fyrirtækið hafi þeir viljað fá hann með í ýmis verkefni. Hann er ánægður með árangurinn en er hógværðin uppmáluð og líklega í hópi fárra Emmy-verðlaunahafa til að lýsa afrekinu sem „engri stórfrétt.“ „Þetta er búið að vera mjög gaman. Við erum tiltölulega lítið stúdíó miðað við marga á þessu sviði þannig það er voða gaman að litli gaurinn fái sína viðurkenningu líka,“ segir Sigurjón.
Bíó og sjónvarp Emmy-verðlaunin Íslendingar erlendis Tækni Mest lesið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Komdu með á ströndina — Ný sumarlína frá Moomin Arabia Lífið samstarf Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Fleiri fréttir Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Sjá meira