Náttúrulega Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar 12. janúar 2024 21:01 Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir Hveragerði Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins. Áætlunin er metnaðarfull, hófstillt í gjaldskrárhækkunum en jafnframt áætlun um mikla uppbyggingu í stækkandi sveitarfélagi. Í áætluninni eru lagðar fram áherslur meirihlutasamnings Framsóknar og Okkar Hveragerðis. Hvaða forsendur liggja að baki áætlunargerðinni? Tekjur Hveragerðisbæjar eru útsvar, fasteignagjöld, þjónustugjöld og framlag úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Útsvarsprósenta Hveragerðisbæjar er óbreytt í fjárhagsáætlun 2024 eða 14,52%. Fasteignamat fyrir árið 2024 hækkaði um rúm 8% í Hveragerði. Í áætluninni er gert ráð fyrir óbreyttri álagningarprósentu fasteignaskatts. Álagningarprósentur á vatnsgjaldi, holræsagjaldi og lóðarleigu á húsnæði í öllum flokkum breytast ekki milli ára. Aukavatnsgjald hækkar úr 15 kr. á rúmmetra í 16 kr. Gjalddagar fasteignagjalda verða áfram 11. Hóflegar gjaldskrárhækkanir Lögð var áhersla á að koma sem mest til móts við bæjarbúa vegna hækkana á gjaldskrám sveitarfélagsins. Hækkun gjaldskráa Hveragerðisbæjar miðast almenntvið verðlagsþróun síðasta árs. Verðlagsþróun síðastliðna 12 mánuði var um 8% en bæjarstjórn ákvað að hækka gjaldskrár þjónustugjalda einungis um 2,5% og þar með sýna samfélagslega ábyrgð og stemma stigu við verðbólgu. Breytingar eru gerðar á gjaldskrá sorphirðu vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs. Nú greiðir hvert heimili eftir tunnufyrirkomulagi hjá hverjum húseiganda. Fjölskyldan Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur ríka áherslu á velferð fjölskyldunnar. Sem liður í því markmiði verður haldið áfram að lækka gjöld fyrir leikskólavist. Gert er því ráð fyrir að alls þrjár klukkustundir verði fríar nú í haust 2024. Leikskólagjöld hafa jafnframt lækkað um 4% frá síðasta kjörtímabili en vísitala hefur hækkað um 12%. Frístundastyrkur verður hækkaður úr 32.000 kr. í 38.000 kr. Frístundastyrkur hefur hækkað um 46% frá fyrra kjörtímabili. Stefnt er að því að lækka leikskólagjöld og hækka frístundastyrk í enn frekari skrefum á núverandi kjörtímabili. Framkvæmt til framtíðar Áfram verður haldið í innviðauppbyggingu. Gert er ráð fyrir að heildarfjárfesting á árinu 2024 verði tæpar 1.318 milljónir króna. Stærstu framkvæmdir ársins verða eftirfarandi: Áætlað er að framkvæmdir við þriðja áfanga Grunnskólans í Hveragerði klárist á árinu 2025 og er gert ráð fyrir fjárfestingum í það verkefni á árinu 2024 að fjárhæð 500 m.kr. en framlag Sveitarfélagsins Ölfuss er 70 m.kr. af því. Viðhald í grunnskólanum að fjárhæð 15,5 m.kr. á árinu. Gert er ráð fyrir að 100 m.kr. fari í viðbyggingu á Leikskólanum Óskalandi þar sem leikskólaplássum fjölgar og starfsmannaaðstaða verður bætt. Á árinu 2024 er jafnframt gert ráð fyrir 500 m.kr. í íþróttamannvirki þar sem samþykkt hefur verið að byggja upphitaðan gervigrasvöll í Ölfusdal ásamt því að stækka núverandi íþróttahús við Skólamörk. Áætlaðar fjárfestingar vegna gatnagerðar á árinu eru 242 m.kr. og gert er ráð fyrir tekjum af þeim framkvæmdum að fjárhæð 651 m.kr. Utanhússklæðning á þjónustuíbúðir við Birkimörk 50 m.kr. Kaup á félagslegu húsnæði 40 m.kr. Fjárfestingu fyrir 100 m.kr. í fráveitu bæjarins og 10 m.kr í vatnsveitu. Brugðist við í fráveitumálum Meirihluti Framsóknar og Okkar Hveragerðis leggur af stað í metnaðarfullar aðgerðir vegna fráveitumála. Þessar aðgerðir eru verulega aðkallandi vegna andvaraleysis í þessum málaflokki síðustu árin. Gríðarleg íbúafjölgun sem og fjölgun ferðamanna hefur gert það að verkum að skólphreinsistöð bæjarins annar ekki eftirspurn. Andvaraleysi þetta hefur einnig gert það að verkum að loka hefur þurft Varmánni vegna mengunar. Í fjárfestingaráætlun er gert ráð fyrir 100 milljónum í stækkun fráveitu á þessu ári. Á árinu 2025 er gert ráð fyrir 300 milljónum og 100 milljónum á árinu 2026. Á bæjarráðsfundi 4. janúar var einnig samþykkt að setja fjármagn í rannsóknir Hafrannsóknastofnunar á lífríki Varmár sem er afar aðkallandi er að fara í. Áætlun til þriggja ára Áætlaðar fjárfestingar árið 2025 eru 1.404 m.kr., árið 2026 1.080 m.kr. og árið 2027 770 m.kr. Stærstu fjárfestingarnar er bygging þriðja og fjórða áfanga grunnskólans, leikskóli í Kambalandi, íþróttamannvirki, hjúkrunarheimili, fráveita og vatnsveita. Allt eru þetta framkvæmdir sem nauðsynlegt er að fara í vegna íbúafjölgunar undanfarinna ára og þeirri fjölgun sem áætlað er að verði á næstu árum. Náttúrulega Hveragerði Hveragerðisbær er í örum vexti og fram undan eru metnaðarfull verkefni. Mikilvægt er að huga að framtíðinni og hafa skýr markmið um að innviðauppbygging haldist í hendur við fjölgun íbúa. Meirihluti Okkar Hveragerðis og Framsóknar horfa björtum augum á framtíðina enda eru tækifærin fjölmörg. Það er kappsmál meirihlutans að þjónusta íbúa Hveragerðis sem best. Áhersla er lögð á fjölskylduna og ekki síst barnafjölskyldur, hér séu öflugar menntastofnanir, fjölbreytt atvinnulíf, gottíþrótta- og frístundastarf, heilsuefling íbúa á öllum aldri í hávegum höfð og að ferðaþjónusta og menningin haldi áfram að blómstra í fallegri náttúrunni í Hveragerði. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Hveragerði.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun