„Við erum með frábæra sóknarmenn“ Sindri Sverrisson skrifar 14. janúar 2024 12:01 Elvar Örn Jónsson er íslenska liðinu afar mikilvægur enda öflugur á báðum endum vallarins. Hér er hann í loftinu í leiknum gegn Serbum. VÍSIR/VILHELM Elvar Örn Jónsson er tilbúinn í frekari átök gegn þungum og öflugum leikmönnum Svartfjallalands á EM í handbolta í dag, eftir að hafa leitt öfluga vörn Íslands í jafnteflinu við Serba á föstudaginn. „Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Mér leið svolítið skringilega eftir síðasta leik. Gríðarlega ánægður með að hafa náð þessu stigi en fyrir fram vildi ég vinna þennan leik. En við erum bara mjög glaðir með þetta stig. Þetta var hrikalega sterkt hjá okkur,“ sagði Elvar á æfingu í gær, þegar stutt stund gafst á milli stríða því næsti leikur er klukkan 17 í dag, að íslenskum tíma. „Mér fannst markvarsla og varnarleikur heilt yfir mjög góður gegn Serbum. Viktor var að verja frábærlega og mér fannst við ná flæðinu í varnarleiknum. Svo voru smáatriði í sóknarleiknum sem við gerðum svolítið illa, sem við erum búnir að skoða núna. Smáatriði sem klikkuðu. Þeir fengu að vera frekar fastir og við lentum í þeirri gryfju að vera allir að hnoðast. Við lögum það vel fyrir leikinn við Svartfjallaland,“ sagði Elvar og hefur ekki stórar áhyggjur af sóknarleiknum. Klippa: Elvar klár í frekari átök í dag „Ég hef fulla trú á okkur. Við erum með frábæra sóknarmenn, maður á mann. Við þurfum bara að fínstilla þessi smáatriði og þá hef ég fulla trú á að við spilum flottan leik. Við þurfum svo að halda þessum varnarleik áfram og ná auðveldum mörkum, með hraðaupphlaupum og með því að gera seinni bylgjuna betur,“ sagði Elvar. Þyngri og spila fastar Eins og fyrr segir eru það alvöru skrokkar sem Elvar og félagar þurfa að glíma við þegar þeir verjast í þeim riðli sem Ísland dróst í, gegn Serbum, Svartfellingum og Ungverjum. „Þetta eru stórir og þungir línumenn, og flottar skyttur. Aðeins þyngri og spila fastari bolta. Þetta eru gríðarleg átök sem eiga sér stað, en við erum tilbúnir í það. Svartfellingar eru með flotta leikmenn í flestum stöðum. Frábæran markmann sem er að spila gríðarlega vel í Þýskalandi. Hægri skytturnar eru gríðarlega öflugar. Flottir skotmenn. Þannig að við þurfum að kortleggja þá og ná upp sama flæði og geðveiki í varnarleiknum [eins og gegn Serbíu],“ sagði Elvar. Næsti leikur Íslands á EM er við Svartfjallaland í dag klukkan 17. Íþróttadeild Sýnar er í München og mun fjalla ítarlega um allt sem tengist mótinu í máli og myndum.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir „Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00 „Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00 Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32 Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
„Hitti hann ágætlega í andlitið“ Elliði Snær Viðarsson segist hafa verðskuldað rauða spjaldið sem hann fékk gegn Serbíu í fyrsta leik á EM í handbolta. Hann er úthvíldur og klár í átökin gegn Svartfjallalandi í dag. 14. janúar 2024 08:00
„Þarf að vera fljótur að gleyma líka“ „Ég var alls ekki góður og ég á helling inni. Það verður bara að gera betur. Bæði ég og liðið,“ segir Ómar Ingi Magnússon, máttarstólpi í íslenska landsliðinu í handbolta, hreinskilinn eftir fyrsta leik á EM í Þýskalandi. 13. janúar 2024 22:00
Skýrsla Sindra: Aron bjargaði mótinu en þetta gengur ekki Hundrað sekúndur eftir. Aron með boltann og Ísland þremur mörkum undir, eftir arfaslaka frammistöðu allt kvöldið. Á einhvern ótrúlegan hátt endaði þetta samt þannig að þúsundir Íslendinga gengu léttir í lund út úr Ólympíuhöllinni í München. 12. janúar 2024 22:32