Króatísk goðsögn ósátt með liðið: „Eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2024 11:30 Filip Glavas og félagar hans í króatíska landsliðinu hafa tapað tveimur leikjum í röð á EM. getty/Tom Weller Fyrrverandi heims- og Ólympíumeistari með króatíska handboltalandsliðinu er ekki hrifinn af frammistöðu þess á Evrópumótinu í Þýskalandi. Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi. EM 2024 í handbolta Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira
Ísland mætir Króatíu í dag í þriðja leik sínum í milliriðli 1 á EM. Bæði lið hafa tapað báðum leikjum sínum í milliriðlinum en Króatar eru með eitt stig, sem þeir tóku með sér úr riðlakeppninni, en Íslendingar ekki neitt. Mirza Dzomba, sem varð heimsmeistari með Króatíu 2003 og Ólympíumeistari 2004, finnst ekki mikið til spilamennsku króatíska liðsins á EM koma. „Ég veit ekki hvað ég á að segja. Ef ekki væri fyrir markverðina okkar á EM væri niðurstaðan enn verri. Við eigum að spila í fimmta gír en erum bara í þeim þriðja,“ skrifaði Dzomba í pistli fyrir Index. Hann segir að Króatar séu alltof mistækir í sóknarleiknum. Í tapinu fyrir Ungverjalandi á laugardaginn tapaði Króatía boltanum til að mynda þrettán sinnum. „Ég trúi ekki hversu mörg mistök við gerum í sókninni. Við köstuðum boltanum frá okkur að ástæðulausu og fengum á okkur óþarfa mörk. Þetta skemmir fyrir þér til lengri tíma litið,“ skrifaði Dzomba. „Allir vita þetta en samt gerum við sömu heimskulegu mistökin. Af einhverjum ástæðum verðum við stressaðir og vitum ekki hvað skal gera.“ Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 14:30. Honum verða gerð góð skil á Vísi.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? Sport „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Fleiri fréttir Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Sjá meira